Sagði jafnaðarmenn og femínista í borgarstjórn níðast á leikskólakennurum

Sólveig Anna Jónsdóttir sendi femínistum í borgarstjórnarmeirihlutanum og jafnaðarmönnum í borgarstjórn  (Samfylkingu) kaldar kveðjur í Kastljósi í kvöld. Hún gaf í skyn að meirihluti borgarstjórnar sem samanstendur af Pírötum, Samfylkingu, Viðreisn og Vinstri grænum væru kvenfjandsamleg. Þessir flokkar hefðu skreytt sig með fjöðrum femínisma og jöfnuði en hefðu ekki gert neitt til að leiðrétta kjör láglaunakvenna eða verkafólks almennt í borginni. Hvað þá að þeim hefði dottið í hug að gera aðbúnað og vinnuaðstöðu þessa fólks betri.

Formaður Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson benti á að ef leikskólakennarar fengju launahækkun þá myndu sorphirðumenn fara úr 630 þúsundum á mánuði í 830 þúsund á mánuði. 

Hvort sem miðað er við 630 þúsund á mánuði eða 830 þúsund á mánuði eru það laun sem eru langt fyrir ofan laun leikskólakennara miðað við auglýsingar Eflingar í fjölmiðlum undanfarið. Sólveig Anna sagði að ekki yrði tekið mark á köllum, margmillum, sem skildu ekki þjáningar láglaunakvenna.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR