Reglugerð um hjálparlið almennra borgara sett samkvæmt lögum frá 2008

Ný reglugerð um hjálparlið var útgefin 17. mars síðastliðinn og hefur hún ekki vakið mikla athygli þótt margt nýmæla er við ákvæði hennar.

Í fyrstu grein hennar er sagt: „Á neyðarstigi almannavarna er það borgaraleg skylda manna sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna, án endurgjalds, starfi í hjálparliði almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra,“

Þetta er athyglisvert skref sem dómsmálaráðherra stígur og ef til vill skiljanlegt í ljósi ástandsins í dag vegna kórónuveirufaraldsins.  Það sem hefur farið fyrir brjóstið sumra er ákvæðið um  skyldu almennra borgara til gegna þjónustu í hjálparliðinu og finnst það vera of líkt herskyldu.   Í sjöttu grein hennar segir:

„Á neyðarstigi almannavarna getur lögreglustjóri kvatt hvern fullorðinn mann, sem tiltækur er, til tafarlausrar aðstoðar við störf í þágu almannavarna. Ákvörðun um kvaðningu manns til tafarlausrar aðstoðar við almannavarnir verður ekki skotið til æðra stjórnvalds. Á neyðarstigi almannavarna má sá sem kvaddur hefur verið til tafarlausrar aðstoðar í þágu almannavarna ekki fara úr lögsagnarumdæmi án samþykkis lögreglustjóra eða þess er hann tilnefnir. Ríkislögreglustjóri hefur ákvörðunarvald um flutning þeirra manna sem kvaddir hafa verið til tafarlausrar aðstoðar í þágu almannavarna. Ef fjöldi manns eða hjálparlið er flutt á milli umdæma skal haft samráð við lögreglustjóra og almannavarnanefnd.“

Reglur þessar, sem settar eru samkvæmt 22. gr. laga nr. 82/2008, öðlast gildi þegar í stað segir í lok reglugerðarplaggsins.

Íslendingar eru það heppnir að hafa á að skipa björgunarsveitir sem skipt hafa sköpum við björgunarstörf á sjó og landi. Án þeirra væru íslensk stjórnvöld illa stödd og þyrftu annað hvort að fjölga í lögregluliðinu, sem nú þegar er undirmannað, eða koma á fót herliði. 

Þessi reglugerð bendir til að stjórnvöld haldi að björgunarsveitirnar dugi ekki til, ef baráttan við faraldurinn versnar. Í raun er hér um að ræða þegnskyldu almennra borgara sem er nýmæli.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR