Píratinn hljóp hraðar úr pontu en kanína

Myndband hefur gengið manna á milli á netinu og vakið mikla kátínu. Það er af þingmanni pírata sem er í pontu Alþingis þegar skjálftinn í dag ríður yfir.

Við skjálftann tekur þingmaðurinn á rás úr pontu af skelfingu.

Netverjar hafa hent gaman að atvikinu enda hleypur þingmaðurinn hraðar en kanína úr pontunni.

Sjálfur hefur þingmaðurinn, Helgi Hrafn Gunnarsson, gert grín að atvikinu í viðtali við mbl.is

Fjölmiðlar hafa líka fjallað um atvikið svo sem visir.is sem setur upp myndband af atvikinu og mbl.is.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR