Pele vill ekki láta sjá sig á almannafæri

Hinn goðsagnakenndi framherji Pele er tregur til að yfirgefa hús sitt vegna þess að hann getur ekki gengið án aðstoðar.

Þrefaldur heimsmeistarinn, sem almennt er talinn mesti leikmaður allra tíma, var fluttur á sjúkrahús með þvagfærasýkingu í fyrra.

Pele, 79 ára, hefur strítt við mjaðma vandamál í nokkurn tíma og þarf nú grind til að ganga, og nýlega byrjaður að nota hjólastól.

Pele skoraði alls 1.281 mörk í 1.363 leikjum á 21 árs ferli sínum, þar af 77 mörk í 91 leik fyrir Brasilíu.

Heilsufar hans hefur verið áhyggjuefni undanfarin ár og hann fór í blöðruhálskirtilsaðgerð árið 2015 eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í annað sinn á sex mánuðum.

„Hugsaðu þér, hann er konungurinn, hann var alltaf svo hrífandi persóna og í dag getur hann ekki gengið almennilega,“ segir sonur hans.

„Hann er vandræðalegur, hann vill ekki fara út, láta sjá sig eða gera nánast allt það sem felur í sér að yfirgefa húsið.

„Hann er ansi brothættur. Hann fór í mjaðmaskipti og fékk ekki fullnægjandi eða rétta endurhæfingu. Svo hann á við þetta vandamál að stríða og það hefur sett af stað eins konar þunglyndi.“ Í júní eru liðin 50 ár frá því Pele keppti síðast í lokakeppni heimsmeistaramóts, gegn  Mexíkó, með því sem margir telja vera besta lið allra tíma.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR