Óvissustigi lýst yfir á Reykjanesi

Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna  hraðs landriss frá 21. janúar á Reykjanesskaga. Landrisið er rétt vestan við fjallið Þorbjörn. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum sem gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað.

Landrisið mun vera óvenju hratt eða 3 til 4 millimetrar á dag. Samkvæmt jarðfræðingum hefur sambærilegur landris hraði ekki sést síðustu áratugi. Nokkur skjálftavirkni hefur mælst undanfarið á þessu svæði, á bilinu 2 til 3 á richter skalanum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR