Orkupakkinn: Rafmagnsverð í Noregi í hæstu hæðum

Ríkisstjórn Noregs hefur ákveðið að auka niðurgreiðslur til heimila og bæjarfélaga tímabundið. Í tilkynningu frá norsku ríkisstjórninni segir að nú séu jólin að bresta á og aðgerðunum sé ætlað að tryggja að heimilin í landinu geti haldið jól án þess að sligast undan gríðalega háu rafmagnsverði sem plagar norsku þjóðina nú um stundir. Ástandið er tilkomið vegna orkupakka ESB en rafmagn sem Norðmenn framleiða og selja úr landi þurfa þeir að kaupa til baka á uppsprengdu verði. Ríkisstjórnin ákvað að bæta 40.000 heimilum við þau heimili sem nú þegar fá niðurgreiðslur á rafmagnsreikning sínum. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR