Nýr matbar opnar á Hafnartorgi á sama tíma og vinsælt handverksbrugghús verður gjaldþrota

Þau leiðu tíðindi berast að Bryggj­an Brugg­hús er gjaldþrota. Rekstr­ar­fé­lag Bryggj­unn­ar brugg­húss, BAR ehf, var úr­sk­urðað gjaldþrota þann 15. apríl síðastliðinn. Ljóst er að tölu­verður miss­ir er af Bryggj­unni enda var staður­inn eitt fyrsta hand­verks­brugg­húsið hér á landi og skipaði mik­il­væg­an sess í veitnga­flór­unni á Grand­an­um segir í frétt mbl.is.

Ljós­mynd/​Bryggj­an Brugg­hús

Á sama tíma er nýr matbar að opna á horni Hafnartorgs, Ice + Fries, sem á eflaust eftir að verða vinsæll áðningastaður gangandi vegfarenda í miðborg Reykjavíkur. Staðurinn er nýrstárlegur, snertifrí þjónusta og róbótavæddur bar, fyrsti sinnar tegundar á Íslandi

Ljósmynd/Ice + Fries

Fyrstu gestirnir voru ekki lengi að reka inn nefið og það reyndust vera pólsk hjón búsett á Íslandi.

Pólsku hjónin hamingjusöm með nýja matbarinn. Ljósmynd/Ice + Fries

Svona er veitingarhúsageirinn, miklar sviftingar geta orðið en yfirleitt fara veitingarhús á hausinn ef þau eru óvinsæl. Svo er ekki um farið með Bryggjuna, en óhætt er að segja að COVID-19 veiran hefur ófyrirséðar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag og afkomu fyrirtækja í landinu.

Í opnu markaðskerfi eins og er að mestu leyti á Íslandi, gildir náttúrulögmálið, þeir hæfustu lifa af. Hagkvæmni, lægra vöruverð og betri þjónustu eru allt afleiðingar slíkt efnahagskerfis.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR