Ný tilfelli í Danmörku og Noregi – Sprenging í smitum í Suður-Kóreu

Þriðja tilfelli smits vegna kórónaveirunnar var staðfest í dag í Danmörku. Hinn sýkti er starfsmaður á háskólasjúkrahúsinu í Árósum.

Vitað er að sá smitaðist þegar hann var á ráðstefnu í München. Maðurinn átti samskipti við Ítala í borginni og áttaði sig á því að sá ítalski var sennilega smitaður af veirunni. Hann greip þá sjálfur til ráðstafanna og setti sjálfan sig í sóttkví heima og hafði samband við yfirvöld en ekki er vitað hvort það hafi dugað til og mögulega hefur hann verið smitberi í heila viku.

Þetta er þá þriðja tilfellið í Danmörku en heilbrigðisyfirvöld taka fram að öll tilfellinn eru vegna smits erlendis. 

Nýtt smit í Oslo

Tilkynnt var um smit í Oslo í dag en ekki er vitað hvort sá smitaðist í Noregi eða erlendis. 

Á föstudag var upplýst að sjúkrahússtarfsmaður hefi greinst með smit. Sá starfar á Ullevål sjúkrahúsinu í Oslo. Hann hafði nýlega verið á Norður-Ítalíu og hafi mætt í vinnu mánudag og þriðjudag þegar hann fór að finna fyrir einkennum. Hann var settur í sóttkví á heimili sínu og á föstudag var smitið staðfest. Nú er verið að rekja ferðir hans en hann mun hafa átt í samskiptum við fjölda manns samkvæmt frétt nrk. um málið. 

Sprenging í tilfellum í Suður-Kóreu

Mikil aukning varð í greindum með smit í Suður-Kóreu á föstudag. 

Greint hefur verið frá því að staðfest smit hafi verið 594 á einum degi í Suður-Kóreu. Það var á föstudag. Er þá vitað um 2.931 smit þar í landi og sautján dauðsföll af völdum veirunnar.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR