Ný kórónurannsókn: D-vítamín dregur úr líkum á alvarlegum veikindum

Norskur sýkingalæknir segir að hann verði hissa ef ný spænsk rannsókn gerir ekki D-vítamínmeðferð að viðmiði fyrir norska kórónusjúklinga.


Kóróna sjúklingar eru 60 prósent líklegri til að lifa af þegar þeir eru meðhöndlaðir með D-vítamíni. Og þeir sem fengu ekki D-vítamín voru fjórum sinnum líklegri til að þurfa á gjörgæslu að halda. Það sýnir rannsókn á Hospital del Mar í Barselóna á Spáni. Rannsóknin hefur ekki enn verið ritrýnd. En niðurstöðurnar benda í sömu átt og nokkrar aðrar rannsóknir á D-vítamíni að það geti hjálpað gegn alvarlegum kóvid-19 einkennum. Vísindamenn í nokkrum heimshlutum hafa velt því fyrir sér hvort það sé eitthvað sérstakt við efnið sem líkaminn býr til þegar útfjólubláa birtan frá sólinni berst á húðina. D-vítamín er mjög ríkt í lýsi sem íslendingar hafa drukkið í áratugi frá fyrirtækinu Lýsi hf.

Nokkrar rannsóknir staðfesta sterk tengsl milli lágs D-vítamíns og alvarlegra kóvid-19 einkenna. Sérstaklega virðist D-vítamín styrkja varnir líkamans gegn veirusýkingum í öndunarfærum segir í frétt norska ríkisútvarpsins um málið

Myndin sem fylgir fréttinni er af vefnum lysi.is.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR