Norska ríkisstjórnin hefur samþykkt að lækka skatta á bjór, vín og snus – Súkkulaði og gosdrykkir verða líka ódýrari: Á Íslandi er verið að hækka þetta allt

Norska ríkisstjórnin hefur ákeðið að fara í miklar skattalækkanir til að vega upp á móti efnahagslegum áhrifum kórónaveirufaraldursins sem hefur fengið Norðmenn í stórauknu mæli til að fara yfir landamærinn til Svíþjóðar og versla þar sem verðlag er lægra.

Siv Jensen, leiðtogi Framfaraflokksins, segir að skattalækkanir á landamæravörum séu samtals 3,7 milljarðar norskra króna.
Þetta hefur verið krafa  Framfaraflokksins ef flokkurinn ætti að styðja fjárlög ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn telur að það muni takmarka viðskiptaleka til Svíþjóðar.

Blönduð viðbrögð

Í verlsuninni Kongsvinger sem er í eigu Raymond Pakarinen, hefur orðið 80 prósenta aukning í veltu í nokkrar vikur meðan á heimsfaraldrinum hefir staðið, en hann telur þessar skattalækkanir ekki duga til að halda viðskiptavinum þegar faraldrinum er lokið.

– Við verðum líklega að ganga lengra til að stöðva viðskipti yfir landamæri. Við ættum að hittast á miðri leið og fá vöruna 20 prósent ódýrari í Noregi, að minnsta kosti, segir Parkarinen.

Frode Helsø kaupmaður hjá Coop Extra í Stjørdal telur hins vegar að þetta muni hafa mikla þýðingu. Þeir hafa nú 49 starfsmenn og hafa ráðið átta nýja í ár.

– Við höfum vitað að viðskipti hafa verið yfir landamæri, en ekki að þau hafi verið svona mikil, segir Helsø.

Skál í súkkulaðiverksmiðjunni

Í súkkulaðiverksmiðjunni Nidar er fögnuður í loftinu. Þar ætla menn að skála í kampavíni þegar skattalækkunnin verður að veruleika. Verksmiðjustjórinn Anders Greiff getur ekki alveg skilið að súkkulaðiskatturinn hafi verið aflagður í Noregi.

„Það er alveg ótrúlegt. Ég er agndofa. Þetta hefur verið bardagi sem við höfum átt í margar kynslóðir í Nidar. Skatturinn hefur verið í yfir 100 ár. Við erum mjög ánægð með að hann verði loksins fjarlægður, segir Greiff.

Nú býst hann við því að verð á sælgæti og súkkulaði lækki einnig í verslunum.

Söguleg ráðstöfun

Í gegnum kórónafaraldurinn hefur matvöruiðnaðurinn einkum fengið skriðþunga vegna þess að fólk hefur verslað í verslun nálægt því í stað þess að fara yfir landamærin til Svíþjóðar.

Það hefur skapað mörg ný störf norskum megin og iðnaðarsamtökin Virke og NHO hafa reiknað út að full skattalækkun gæti tryggt að minnsta kosti 8000 störf í Noregi.

Íslenskir kommúnistar vilja hækka sykurskatt

Áætlanir Norðmanna eru úr takti við ætlanir íslensku ríkisstjórnarinnar hér heima sem kommúnistar fara fyrir í skjóli Sjálfstæðisflokksins. Hér hefur áfengi verið skattlagt enn frekar og kommúnistar tala mjög sterkt fyrir því að hækka skatt á sykur sem mun bæði hækka mjög margar matvörur og hækka vísitölu sem mun hækka afborganir á húsnæðislánum og gera barnafjölskyldum enn frekar erfiðara að ná endum saman sem og öldruðum og öryrkjum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR