Noregur fylgir fordæmi Dana: Loka skólum, háskólum og barnaheimilum

Norðmenn hafa ákveðið að loka öllum skólum, leikskólum og háskólum. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi nú fyrir stundu af Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs.

Solberg sagði að Norðmenn þyrftu að passa upp á þá sem væru viðkvæmastir fyrir veirunni og því ættu foreldrar ekki að biðja afa og ömmu um að passa börnin eftir að leiksólum hefur verið lokað. Hún ítrekaði að aðgerðirnar sem gerðar væru í dag væru þær hörðustu og með mesta inngrip í daglegt líf borgaranna á friðartímum. 

Yfir 600 manns eru nú smitaðir af kórónaveirunni í Noregi eftir sem heilbrigðisyfirvöld þar í landi upplýstu á fundinum.

Jafnframt hefur verið lagt bann við samkomum þar sem fleiri en 50 hittast í einu.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR