Neitar að hafa verið í partýi: Spyrill í Kastljósinu reyndi að veiða Bjarna í gildru

Bjarni Benediktsson var í Kastljósinu í kvöld. Spyrill var Einar Þorsteinsson. Í viðtalinu neitaði Bjarni að hafa verið í partýi. Hann hafi verið að hitta vinafólk sem hafi verið allsgáð og akandi og það sama hafi átt við um þau hjónin, en hann hafi þó verið óökufær því hann hafi fengið sér léttvín (?)

Hann hafi mætt með grímu þegar hann mætti á svæðið en hún hafi reyndar ekki verið uppi allan tímann. Hann undirstirkar að hann hafi verið á svæðinu í bara korter ekki lengur og vísar því á bug sem sumir fjölmiðlar hafa fullyrt að hann hafi verið þar lengur. 

Hann sagðist ekki hafa upplifað Ásmundarsal sem lítinn sal heldur stóran sal og ekki sambærilegan við litlar verslanir en skyndilega hafi bara löggan mætt og rekið fólk út. 

Bjarni sagðist hafa þekkt fáa þar inni en spyrlinn reyndi að veiða Bjarna í gildru með því að spyrja hann hvað hann myndi þekkja marga þarna inni ef hann myndi birta mynd sem hann hefði af þeim sem þar voru inni. Gefið hefur verið í skyn að Bjarni hafi mætt og kona hans hafi mætt í Ásmundarsal í Sjálfstæðis partý en því neitar hann alfarið. Bjarni sagði að hann hefði ekki þekkt aðra en vinahjón sem báðu hann og konu hans að koma við í Ásmundarsal og að hann þekkti forráðamenn Ásmundarsals. Aðra ekki.

Enda sýndi sig að spyrilinn hafði enga mynd til að sýna og því líklega verið að reyna að veiða Bjarna í gildru því hann hafði á engu að byggja nema orðrómi.

Bjarni var spurður um hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri heill í sóttvarnaraðgerðum og vísaði Einar þar til Sigríðar Andersen og Brynjas Níelssonar sagði Bjarni að flokkurinn stæði heill að baki baráttunni gegn kóvid.

Spyrilinn íaði að því hvort Bjarni myndi segja af sér en vísaði Bjarni því eindregið á bug.

Ekki var annað að heyra á Bjarna en að hann gæti alveg hugsað sér að halda núverandi ríkisstjórn áfram með Vinstri-grænum eftir næstu kosningar.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR