Náðunarvald forseta Íslands

Nú þegar spennandi forsetakosningar eru framundan, er ekki í vegi að kanna hvaða vald forseti Íslands hefur eða hefur ekki. Hér er tekið fyrir náðun sakamanna og hlutverk forsetans í því sambandi.

Frægt var og umdeilt þegar núverandi forseti, Guðni Th Jóhannesson, skrifaði undir náðunarbréf til handa Robert Downey sem sakaður hafði verið fyrir kynferðisbrot. Guðni hélt því fram að honum væri  nauðugt eitt að skrifa undir, enda einungis formsatriði að ræða og hann hefði ekki fengið að kynnast málsatvik.  Nú mætti ætla að það væri í verkahring forsetans, að kynna sér mál sem lögð eru fyrir hann og þannig vita hvað hann er að skrifa undir. Ekki nokkur vitiborinn maður skrifar undir skjöl án þess að kynna sér innihaldið.

Svo er það annað að það er ákveðin ákvörðun (verknaður) að skrifa undir skjal. Myndir þú skrifa undir verk óreiðumanns? Fer samviskan út um gluggann við það eitt að gerast forseti? Vinnur maður starf sem stríðir gegn eigin samvisku?  Forsetinn hafði fullan rétt til að neita að skrifa undir, samkvæmt stjórnarskránni. Í 29. gr. stjórnarskránna segir: ,,Forsetinn getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó eigi leyst undan saksókn né refsingu, sem landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis.”  

,,Forsetinn getur ákveðið að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla…“ segir í 29. gr. og því er ljóst að ákvörðunin er í hönd forsetans. Þetta er ekki sjálfvirkt ferli að náða sakamann.  Þetta er ákvörðunarvald forseta, ekki skylduverk og sjá má það í verki í öðrum ríkjum, t.d. Bandaríkjunum, en þar náða forsetar oft fólk í lok valdatíðar sinnar.

Hér má lesa um mál Roberts Downeys: https://stundin.is/frett/tiu-otrulegar-stadreyndir-um-mal-roberts-downeys/

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR