Miðstöðvar fyrir eftirlit með sjúkdómum og forvarnir Bandaríkjanna segir nú að kórónuveiran „dreifist ekki auðveldlega“ um mengað yfirborð

Fyrir ykkur sem eru enn að þurrka af matvörur og aðra pakka innan um áframhaldandi heimsfaraldur kórónuveirunnar, þá getur þú andað léttar:  Miðstöðvar fyrir eftirlit með sjúkdómum og forvarnir (The Centers for Disease Control and Prevention (CDC)) segir nú að nýja veiran „dreifist ekki auðveldlega“ frá „snertiflötum eða hlutum”- en sérfræðingar vara við því að það þýði ekki að það sé ekki lengur nauðsynlegt að grípa til,,hagnýtra og raunhæfra” varúðarráðstafana til að stöðva útbreiðslu COVID-19.

Þó að það sé ekki alveg ljóst hvenær, virðist alríkisstofnunin hafa nýlega breytt viðmiðunarreglum sínum frá því snemma í mars sem sagði einfaldlega að „það gæti verið mögulegt“ að veiran dreifist  frá menguðum flötum. CDC bætir nú við „yfirborð eða hluti“ undir kafla í leiðbeiningum um smitvarnir og segir til um leiðir sem kórónuveiran  sem smitar ekki auðveldlega í gegnum.

Afleiðingar kórónuveirusýkingar geta verið alvarlegar.

Aðrar leiðir sem veiran dreifist ekki auðveldlega, er frá dýrum til fólks eða frá fólki til dýra, segir alríkisstofnunin á uppfærðri síðu sinni.

„COVID-19 er nýr sjúkdómur og við erum enn að læra hvernig hann dreifist. Það kann að vera mögulegt fyrir COVID-19 að dreifast á annan hátt, en þetta er ekki talið vera aðal leið veirunnar til að dreifiast”, samkvæmt leiðbeiningum CDC.

CDC minnti hins vegar borgara á að veiran dreifist aðallega milli manna og vekur athygli á veirunni sem veldur COVID-19 sýkingu, SARS-CoV-2, „dreifist mjög auðveldlega og sjálfbær á milli manna.“

Nánar tiltekið sagði stofnunin að veiran dreifist fyrst og fremst milli manna á eftirfarandi hátt:

• Milli fólks sem er í nánu sambandi hvert við annað (innan 1,8 metra fjarlægð).          

• Í gegnum öndunardropa sem eru framleiddir þegar smitaður einstaklingur hóstar, hnerrar eða talar.

• Þessir ördropar geta lent í munni eða nefi fólks sem er nálægt eða hugsanlega andað inn í lungun.   

COVID-19 getur breiðst út af fólki sem sýnir ekki einkenni.

Hér sést einstaklingur hósta eða hnerra og í loftinu eru milljónir ördropa.

Breytingin kemur í kjölfar frumrannsóknar frá mars sem benti til þess að nýja kórónaveiran gæti verið áfram í loftinu í allt að þrjár klukkustundir og lifað á yfirborðum eins og plasti og ryðfríu stáli í allt að þrjá daga, sem hvetur marga til að þurrka niður pakka og  aðra hluti. En á þeim tíma var rannsóknin enn ekki ritrýnd af jafningjum og, eins og Yahoo bendir á, var ekki enn komið á hreinu hvort COVID-19 greindir einstaklingar gæti smitast af því að snerta ákveðna fleti.

Dr. John Whyte, yfirlæknir heilbrigðisvefsíðunnar WebMD, kallaði breytingar CDC „mikilvægt skref til að skýra hvernig veiran dreifist, sérstaklega þar sem við fáum stöðugt nýjar upplýsingar.“

„Það getur einnig hjálpað til við að draga úr kvíða og streitu. Margir höfðu áhyggjur af því að með því einfaldlega að snerta hlut gætu þeir fengið kórónuveiruna og það er einfaldlega ekki tilfellið. Jafnvel þegar veiran getur haldist á yfirborði þýðir það ekki að það sé í raun smitandi“, sagði Whyte.

Fréttin kemur eftir að Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) um miðjan apríl sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði að ekki væri þörf á að þurrka af matarumbúðir eftir að einstaklingur kemur heim úr matvöruversluninni.

Hér er skaðvaldurinn kórónuveiran sem ber nafnið með rentu. Hún er alsett broddurm eins og eru á kórónum kóngafólksins. Þaðan kemur nafnið.

„Við viljum fullvissa neytendur um að það eru sem stendur engar vísbendingar um að matur úr dýrum eða matvælaumbúðir um dýraafurðir sem tengist hinni smitandi kórónaveiru sem veldur COVID-19,“ sagði FDA á þeim tíma.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR