Meðlimir bandaríska geimflotans ekki kallaðir ,,geimmenn“

Meðlimir hins nýstofnaða geimliðs hafa enn ekki titil,  að sögn embættismanna á miðvikudag, en sögðu einnig að þeim verði ekki kallaðir „geimmenn.“

Herforingjar hins nýstofnaða geimflota, hafa stundað rannsóknir á því hvað eigi að kalla hermennina, að sögn undirhershöfðingjann David Thompson, sem er jafnframt varaflotaforingi geimliðsins, að sögn Military Times.

„Við verðum að fara í gegnum ákveðinn feril með þinginu til að veita sérstökum einstaklingum heimild til að flytja í þessa hereiningu,“ sagði hann á blaðamannafundi.

Í sjöttu grein heraflans eru úthlutaðir um 16.000 hermenn flughersins og óbreyttir borgarar. Thompson sagði að áætlanir verði gerðar um að samþætta hermenn, sjóliða og landgönguliða sem ljúka störfum sínum eða segja af sér yfirmannsstjórn með núverandi starfssviðum þeirra og kjósa að ganga inn í geimliðið eða geimflotann.

Flugherinn mun flytja tiltekið starfsfólk til nýja heraflans á fjárlagaárinu 2021 og herinn og sjóherinn gera það ári síðar að sögn Thompson.

Ert þú með gott nýyrði á hinni ylhýru íslensku fyrir hinn nýja herafla bandaríkjahers? Sendu okkur línu á skinna@skinna.is

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR