Líf „Ullmann“ leggur til atlögu enn á ný í borgarráði: Dóra Björt tók undir

Enn á ný er kvartað yfir ótrúlegri hegðun borgarfulltrúa Vinstri-grænna í borgarstjórn. Svo virðist sem borgarfulltrúinn Líf Magneudóttir hafi oft á tíðum enga stjórn á hegðun sinni í garð annarra borgarfulltrúa og þá sérstaklega borgarfulltrúa minnihlutans. Í ágúst 2018 rataði hegðun borgarfulltrúans Lífar í fjölmiðla eftir að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli á dónalegri hegðun Lífar eftir að hún ullaði á Mörtu og einnig átti hún að hafa ullað á Eyþór Arnars borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi skipulagsráðs. Eftir það fékk Líf viðurnefnið „Líf Ullmann“ á samfélagsmiðlum. Er það væntanlega vísun í nafn norsku leikonnunnar Liv Ullmann sem varð þekkt fyrir leik sinn í bíómyndum sem gerðar voru af sænska leikstjóranum Ingmar Bergman.

Líf afsakaði framkomu sína með því að hún hefði bara verið að reyna að létta andrúmsloftið á fundinum og sakaði minnihlutann á móti að vera með leiðindi og pex á fundum.

Í gær missti Líf enn á ný stjórn á hegðun sinni á fundi borgarráðs. Líf fékk liðauka frá borgarfulltrúa Pírata Dóru Björt Guðjónsdóttur sem mun hafa tekið undir stunur og grettur Lífar á fundinum meðan Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins var i pontu. Kolbrún kvartaði til Þórdísar Lóu formanns borgarráðs og fulltrúa Viðreisnar í borgarstjórn en sú ágæta kona, sem brennur sérstaklega fyrir heiðarlegum samskiptum milli fólks miðað við yfirlýsingar hennar fyrir kosningar, setti á sig snúð eftir því sem Kolbrún lýsir og sagði að Kolbrún hefði ekki orðið lengur.

Reyndar virðist sem að almennt sé dónaskapur og lítilsvirðing leiðarljós borgarfulltrúa vinstrimanna í borgarstjórn í samskiptum við annað fólk og ekki í fyrsta -og sennilega ekki í síðasta skipti sem kvartað er undan dónalegri og hrokafullri framkomu borgarfulltrúa vinstrimanna. Í færslu sem Kobrún setti á fésbók sína í gær segir:

Vá hvað ég er þreytt orðin á truflun frá Dóru Björt og Líf í kvöld þegar ég hef verið í pontu, sérstaklega þeirri fyrrnefndu. Á miðju kvöldi sendi ég skeyti á forseta og Þórdísi Lóu formann borgarráð um að rætt yrði við borgarfulltrúann um að haga sér betur á meðan maður talar. Ég er ekki sú eina úr minnihlutanum sem hafa orðið fyrir flissi, hneykslisstunum, geiflum og grettum þessara tveggja kvenna á meðan við erum að tala. Á þessari mynd er ég að biðja forseta enn og aftur að gera eitthvað í þessu, þessi hegðun er ólíðandi og mjög truflandi þegar maður er að halda ræður eða lesa bókanir. Forseti sagði að ég hefði ekki orðið lengur svo sennilega komst þetta ekki til skila.

Kolbrún Baldursdóttir er orðin þreytt á dónaskap borgarfulltúra vinstri flokkanna í borgarstjórn.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR