Líður að lokun kjörstaða í Bretlandi

Nú líður að lokun kjörstaða í Bretlandi. Eins og er lítur út fyrir að Íhaldsmenn undir forystu Johnsons muni ná betri stöðu en flokkurinn hefur í dag. Hvort flokkurinn nær meirihluta er spurningin. Kannanir hafa bent til að Íhaldsmenni fái 43% atkvæða eða 10% meira en Verkamannaflokkurinn. Það gæti nægt Íhaldsmönnum til að fá meirihluta.

Í viðtölum sjónvarpsmiðla í Bretlandi við kjósendur virðist áberandi fleiri lýsa yfir þreytu og vonbrigðum með að þingið hafi ekki virt niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar og vilja að Brexit verði framkvæmt strax eftir kosningar og óvissunni eytt. 

Vonast er til að fyrstu tölur verði komnar fyrir miðnætti en ekki er búist við endanlegum niðurstöðum fyrr en undir morgun.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR