Landamæragirðing Donalds Trumps rís

Verðið á landamæramúr  Donalds Trumps forseta hefur náð 11 milljarða dala markinu – eða tæpar 20 milljónir dala á mílu – og verður hann þar með dýrasti múr sinnar tegundar í heiminum.

Í stöðuskýrslu í síðustu viku greindi bandaríska tolla- og landamæraverndin (U.S. Customs and Border Protection) sem hefur umsjón með veggjum, frá því að 11 milljarðar dollara hafi verið eyrarmerktir síðan Trump tók við embætti til að reisa 576 mílur af nýju „landamæramúrkerfi.“

Trump-stjórnin er á höttunum eftir enn meira fjármagni til að byggja fleiri landamæragirðingar. Heimavarnarráðuneytið hefur beðið varnarmálaráðuneytið um að koma með peninga fyrir 270 mílna viðbótar landamæramúr sem DHS segir að sé þörf til að loka fyrir smygl á fíkniefnum á sambandslandi.

Ef stjórn Trump lýkur öllum þeim múrveggverkefnum sem hún hefur sett í gang, yrðu þrír fjórðu af suðurlandamærum Bandaríkjanna girtir frá Mexíkó. Ríkisstjórnin erfði um það bil 650 mílna landamæragirðingar sem reistar voru undir í forsetatíð George W. Bush og Barack Obama.

“Þið hafið ekki séð annan eins landamæravegg. Þetta verður öflugur, frábær veggur,” sagði Donald Trump forseti á kosningafundi í Milwaukee í síðustu viku. „Mjög stór og mjög öflugur landamæramúr er að rísa upp með methraða og við erum að fullu fjármagnaðir núna, er það ekki gott?“

Til að fá hugmynd um hvers vegna ríkisstjórnin eyðir svo miklu í landamæramúr Trumps, þarf  ekki að leita lengra en byggingarstaðina niðri við Rio Grande dalnum í Texas.

Á annarri hlið malarvegar má sjá lága girðingu sem reist var fyrir meira en áratug. Í 5,5 metra hæð,  lítur hún að vera lítil og löskuð. Hinum megin við götuna eru hins vegar gríðarstórar girðingar með „and-klifurplötu“ sem rísa í 9 metra hæð yfir bómullarakranna, umkringdur mönnum í öryggishjálma og þungum búnaði.

Girðing Bush kostar að meðaltali fjórar milljónir dala á mílu; Múr Trumps kostar fimm sinnum það – 20 milljónir dollara á mílu. Heildarkostnaðurinn, sem nemur 11 milljörðum dala, nálgast verð kjarnorkuflugmóðuskips.

Talsmaður bandaríska tolla- og landamæraverndin, Christian Alvarez, bendir á að það margt fleira við landamæragirðingu Trumps en ætla má við fyrstu sýn.

,,Landamæragirðingakerfið felur meðal annar með sér að 45 metra breitt framfylgdarsvæði, eftirlitsmyndavélar, annan eftirlitsbúnað eins og til dæmis nemar og heilsársveg sem þolir öll veður, sem gerir það auðveldara að bregðast  við (umferð ólöglegra innflytjenda) sagði Alvarez. ,,svo að þetta er ekki bara landamæragirðingi.“

Það er meira stál í þessari landamæragirðingu –dýr verslunarvara – sem fer í 9 metra háa mannvirkið. Einnig eru öflug flóðljós og hver míla hefur leiðslu fyrir raforku og ljósleiðara sem tengjast eftirlitsmyndavélarnar. Rafræn hlið sem gera kleift að aka í gegn vegginn kosta allt að 1 milljón dollara stykkið. Og það er afmarkað, malað framfylgissvæði eins breitt og sex akreina þjóðvegur.

Landamæramúr Trumps er nú sá hæsti og dýrasti í heimi, sagði Reece Jones, landfræðingur við Háskólann á Hawaii sem rannsakar landamæraveggi.

„Kostnaðurinn  sem er tæpar 20 milljónir dala á mílu er fjórum sinnum hærri en dýrustu aðrir veggir sem smíðaðir hafa verið,“ segir Jones.

Landamæraveggir hafa verið mikið í tísku á tímum eftir kalda stríðið, sagði hann, og nú eru að minnsta kosti 60 stykki út um allan heim. Múr Ísraels á Vesturbakkanum er annar dýrasti múrinn –  og rokkar frá 1 milljón bandaríkjadala til 5 milljóna á kílómeterinn.

Þingið ráðstafaði fjármunum til að reisa múrinn í Rio Grande dalnum en ríkisstjórnin segist nú þurfa meira. CBP er að ná í auka fjármuni upp á 600 milljónum dollara úr upptökusjóði ríkissjóðs, sem hefur fjármuni sem hald hafa verið lagt á í sakamálarannsóknum.

Sumt af auka fjármagninu verður notað til að hafa landamæragirðinguna hærri og 10 mílna lengri. Það hefur einnig verið „aukinn kostnaður við verkefnið vegna ófyrirséðra aðstæðna á staðnum“ – vegna alvarlegra seytlu vanda þar sem girðingin fer yfir skurð sem tæmist í Rio Grande.

Þessi aukakostnaður kom í ljós í nýlegri skýrslu sem Loren Flossman, umsjónarmaður verkefnisins hjá CBP, gerði. Hann sagði einnig að stofnunin þyrfti meiri peninga til að standa straum af uppblásnum kostnaði við að eignast landræmurnar undir girðinguna sem er í einkaeign.

Að taka einkalönd í gegnum eignarnáms felur í sér þátttöku margar stofnanir, þar á meðal dómsmálaráðuneytið, og getur leitt til málsókna. Ferlið „eykur verulega hindranirnar sem ríkisstjórnin þarf að takast á við,“ sagði Scott Nicol, langvarandi andstæðingur byggingu múrsins í Rio Grande dalnum.

„Þar sem þú ert með séreign og ríkisstjórnin þarf að fara í gegnum dómstóla til að fá þessa eign, það tekur miklu lengri tíma og það keyrir kostnaðinn upp vegna þess að þú verður að borga fyrir það land,“ sagði Nicol. „Þú verður að senda lögfræðinga ríkisins til að fá það land.“

Um miðjan janúar, hafði ríkisstjórnin reist 101 mílu af landamæragirðingu.  Um 100 mílur (160 km) af henni er girðing sem kemur í stað eldri og úreldri eða bakgirðing svo kölluð en á köflum er hún tvöföld, sérstaklega þar sem hún fer í gegnum þéttbýli. Aðeins ein míla hefur verið byggð þar sem engin girðing var fyrir hendi. Markmiðið er að reisa samtals 450 mílur (720 km) í árslok 2020.

Einkarekin samtök sem kallast We Build the Wall hafa smíðað 0,80 mílur (0,80 km) af nýjum vegg eða girðingu á séreign nálægt El Paso í Texas með hvatningu Trumps. Í desember 2019 fyrirskipaði dómari í Texas að framkvæmdir yrðu stöðvaðar þegar íhugað var málsókn frá nærliggjandi fiðrildamiðstöð í grenndinni sem sagði að staðsetning múrsins gæti valdið því að flóðvatn þurrkaði út gróður umhverfis framkvæmdarsvæðið. Hins vegar leyfði alríkisdómari þann 9. janúar 2020 að framkvæmdir héldu áfram.

Heimild: mpr.  https://www.npr.org/2020/01/19/797319968/-11-billion-and-counting-trumps-border-wall-would-be-the-world-s-most-costly

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR