Lambahryggur á 10.000 krónur í Krónunni

Oft hefur verið talað um hvað okkar ágæta íslenska lambakjöt er óheyrilega dýrt. Viðskiptavinur sem var á ferð í Krónunni í Lindum í gær, þriðjudag, sendi okkur þessa mynd en honum blöskraði verðið á lambahryggjunum í versluninni. Eins og sjá má á myndinni er verðið farið að nálgast tíu þúsund krónur fyrir hrygginn og verður það að teljast orðið nokkuð vel í lagt fyrir sunnudagssteikina. Tekið skal fram að umræddur hryggur er rétt rúmlega þrjú kíló sem gerir um þrjú þúsund krónur á kíló. Umræddum viðskiptavin sýndist meðalverið á lambahryggnum vera um 7.000 þúsund krónur. Umræðan um verðlagningu á íslensku lambakjöti hefur leitt í ljós að bóndinn, framleiðandinn, er að fá minnst í sinn hlut en milliliðir eins og verslunin eru að taka ríflega í sinn hlut með myndarlegri álagningu sem kemur niður á neytendum. Verlsunin í landinu vill helst fá að flytja inn kjöt, væntanlega því þá er ágóðin enn meiri en á íslenska kjötinu. Vandamál verslunarinnar er að innflutt kjöt selst ekkert sérlega vel því neytendur reyna að halda sig við íslenska framleiðslu ef þeir mögulega geta. Það sýndi sig vel í hruninu en þá snéru neytendur sér frekar að íslenskri framleiðslu.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR