Krabbaflóð á hitabeltiseyju

Árlegt náttúruundur á sér nú stað á Jólaeyju á Indlands hafi. Milljónir af blóðrauðum kröbbum flæða nú yfir eyjuna en fyrirbærið er árlegt. Á hverju ári flæða krabbar frá skóginum til strandarinnar þar sem þeir leita sér að maka, para sig og verpa eggjum í sandinn. Það hefur þó gerst í ár að þessum árvissa atburði seinkaði vegna vegna þess að rigningar hófust seinna en vanalega á þessum árstíma.

Hingað til hefur ferðalag krabbana hafist í nóvember, þegar rigningatímabilið hefst, en í ár hófust rigningar ekki fyrr en í desember.

Þegar rigningarnar hefjast teppast vegir á eyjunni, ekki vegna rigninganna heldur vegna þess að miljónir krabba teppa vegina en talið er að milli 60 og 80 milljónir krabba séu á eyjunni.

Sumir bíleigendur hafa brugðið á það ráð að setja eins konar ruðningstæki fyrir hjólin á bílunum svo krabbarnir lendi ekki undir hjólunum eins og sjá má á myndinni sem fylgir. Þau eru úr plasti og ýta kröbbunum til hliðar við dekkinn.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR