Day: December 21, 2019

Nýr formaður Framsóknarflokksins

„Þau tíðindi gerðust í stjórnmálaheiminum 31. marz, (1979) að Steingrímur Hermannsson var kjörinn formaður Framsóknarflokksins í stað Ólafs Jóhannessonar, sem ekki vildi taka endurkjöri. Ólafur hélt þó áfram starfi  forsætisráðherra. Á myndinni takast þeir í hendur Steingrímur og Ólafur eftir formannskjörið.“

Ný geimflaug prófuð í dag

Þá er komið að því.  Starliner geimflaug frá Boeing verður prófuð í dag, hönnuð til að flytja geimfara út til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS). Hins vegar án fólks um borð. Ef allt gengur samkvæmt áætlun mun flaugin lyfta sér upp frá yfirborði jarðar í dag á toppi Atlas 5 eldflaugar. Frá Cape Canaveral í Flórída er Starliner …

Ný geimflaug prófuð í dag Read More »

Engin slys urðu á fólki

Skemmtiferðaskip í árekstri: myndband

Tvö skemmtiferðaskip rákust á við innsiglinguna hjá mexíkósku eyjunni Cozumel. Stefni annars skipsins rakst í afturskut hins skipsins og urðu að því nokkrar skemmdir.  Engin mun hafa slasast í árekstrinum. Atvikið náðist á myndband sem sjá má hér. BBC greinir frá.

Krabbaflóð á hitabeltiseyju

Árlegt náttúruundur á sér nú stað á Jólaeyju á Indlands hafi. Milljónir af blóðrauðum kröbbum flæða nú yfir eyjuna en fyrirbærið er árlegt. Á hverju ári flæða krabbar frá skóginum til strandarinnar þar sem þeir leita sér að maka, para sig og verpa eggjum í sandinn. Það hefur þó gerst í ár að þessum árvissa …

Krabbaflóð á hitabeltiseyju Read More »