Kórónuveiran COVID-19 sameinar Bandaríkjamenn

Það hefur ekki farið framhjá þeim sem fylgjast grannt með bandarískum stjórnmálum, að stjórnmálaumræðan þar í landi hefur verið hatröm síðastliðin 3 ár.  Svo hatröm að demókratar reyndu að velta sitjandi forseta úr valdastóli með ákæru fyrir embættisafglöp, en það var aðeins í þriðja sinn í sögu Bandaríkjanna sem það gerðist.

Engum datt í hug að hægt væri að brúa þetta bil og sameina þjóðina. Kórónuveiran COVID-19 virðist ætla að gera það sem engum manni tókst, sameina báða flokka, demókrata og repúblikana en einnig fjölmiðla á bak við aðgerðir Donalds Trumps gegn útbreiðslu kórónuveirusmits.

Einn af helstu gagnrýnendum Donalds Trump er fulltrúardeildarþingmaðurinn og demókratinn Ilhan Omar.

Omar hrósaði óvænt í blaðamannaviðtali hvernig Donald Trump hefur tekið á faraldri og útbreiðslu kórónuveirunnar á miðvikudagskvöld og sagði að þetta væru „ótrúleg og rétt viðbrögð á þessum mikilvæga tíma.“

Omar, sem venjulega er staðfastur gagnrýnandi núverandi Bandaríkjaforseta og þyrnir í síðu hans, hélt áfram og vitnaði í þingmanninn Ayanna Pressley og sagði að „fordæmalausir tímar krefjast fordæmalausrar forystu“ – og svo bætti Omar við, „ við erum að sjá það í okkar landi núna. “

„Að lokum ættum við aldrei að láta stjórnmál komast í veg fyrir góða stefnu,“ sagði Omar að lokum. „Þetta er frábær byrjun og vona að aðrir verði hluti af sameinaðri framlínu til að ýta undir góða stefnu sem mun hjálpa okkur að vinna í gegnum efnahagslega kvíðann sem landið líður fyrir núna.“

Omar var að bregðast við vefmiðilsfærslu Lee Fang hjá The Intercept, sem tók fram: „Trump er að stöðva nauðungarveðlán, krefjast peningagreiðslna til Bandaríkjamanna og nú að koma á varnarmála framleiðslulögin (Defense Production Act)  til að neyða einkafyrirtæki til að framleiða nauðsynlegar birgðir, sem er alveg ótrúlegt.“

Ilhan Omar er ekki ein um sinnaskipti og hrós. Heyra má samsvörun í vikunni af öðrum demókrötum og fréttamönnum vinstri fréttamiðla sem hafa verið eindrægir andstæðingar Donalds Trumps. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagði á þriðjudag við fréttamenn: „Lið hans er með á nótunum. Það hefur sýnt góð viðbrögð … Ég vil segja: Þakka þér. “ Og Dana Bash, fréttastjóri CNN, fullyrti að nýr tónn Trumps gagnvart kórónuveirunni hafi gert hann að „tegund leiðtoga sem fólk þarfnast.“

Þetta kemur fram á Fox news – https://www.foxnews.com/politics/ilhan-omar-praises-trumps-incredible-response-to-coronavirus-pandemic

Í ljósi þess að demókratar eru að fá nýjan forsetaframbjóðanda sem þeir ættu að fylkja sig á bak við, og er líklega Joe Biden, eru þessi viðbrögð einstæð en eins og einn viðmælenda Fox news sagði: ,,Fyrr hefði ég búist við að frysi í helvíti en að demókratar hrósi Donald Trump.“ 

COVID-19 eða ,,kínverska veiran“ eins og Trump hefur kallað sjúkdóminn í deilum við Kínverja, virðist ekki bara hafa neikvæð viðbrögð, heldur sameinar fólk á hættu- og óvissutímum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR