Kórónaveiran er alheimsfaraldur og bjartsýni að halda að hann verði stoppaður

Danskur prófessor, Lone Simonsen, segir að það sé ekki spurning um að kórónaveiran sé orðin að alheimsfaraldri og hún metur það svo að það séu skýjaborgir hjá heilbrigðisyfirvöldum að halda að þau geti heft eða stoppað útbreiðslu veirunnar.

Prófessor Lone Simonsen

Góðu fréttirnar séu hins vegar þær að veiran er á „mildari endanum á skalanum,“ eins og hún orðar það í viðtali við danska ríkisútvarpið.

Lena Simonsen hefur starfað við greininu á veirum í meira en 30 ár og starfar nú við Hásólann í Roskilde.

Hún segir að útbreiðsla veirunnar sé orðin of mikil til að geta kallast staðbundin, útbreiðslan er orðin að alheimsfaraldri.

Þó veiran sé orðin að alheimsfaraldri þýði þó ekki endilega að ástæða sé fyrir svartsýni. En á móti kemur að hún hefur viðrað þá skoðun sína að það sé tómt mál að tala um að ætla að hemja eða stoppa faraldurinn en samkvæmt WHO er en um að ræða landfarsótt en ekki heimsfaraldur þar sem enn vantar uppá 130 lönd til að lýsa yfir heimsfaraldri.

Í dag eru um 90.000 manns í heimumnum smitaðir og dauðsföll um 3.000.

Ástæðan fyrir því að hún telur að ekki sé hægt að koma í veg fyrir útbreiðsluna er að aðgerðirnar koma eftir á, eftir að vart verður við smit og fólk hefur jafnvel gengið með veiruna og verið að smita í fleiri mánuði. Því þjóni það engum tilgangi að ætla að fara að setja ferðabann á fólk. 

Hefur samt áhyggjur af því hversu mild veiran er

Hún segist þó hafa áhyggjur af því hversu mild veiran er. Veiran sé náskyld Sars-veirunni sem var miklu banvænni. En þessi veira hafi fundið leið til að „þykjast vera“ saklaus inflúensuveira og þannig ekki vakið eftirtekt lækna strax.

Þess vegna megi gera ráð fyrir að veiran sé nú þegar mikið útbreidd í Evrópu og Miðausturlöndum. Sem dæmi nefnir hún að í Seattle í Bandaríkjunum hafa menn fundið eitt tilfelli af smiti en reiknilíkön, út frá þeirri staðreynd, gefa til kynna að ófundin hafi verið 1500 til viðbótar.

Var virkilega hrædd við Sars en er rólegri yfir kórónaveirunni

Hún segist hafa tekið þátt í baráttunni gegn Sars-veirunni og hafi þá verið virkilega hrædd um að nú væri komin fram veira sem myndi setja allt á annan endann. Núna hafi hún vissulega áhyggjur en sé þess fullviss að kórónaveiran verði ekki eins skæð vegna þess að hún sé mildari en Sars-veiran var. Einhverjir gætu sagt að það væri þversögn miðað við þær áhyggjur sem hún þó hafi af kórónaveirunni en hún segir að þetta byggist líka á tilfinningu af reynslu sinni á rannsóknum á veirum í 30 ár.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR