Kínverjar banna verslun með villt dýr

Fjöldi þeirra sem hafa smitast af Coronavírusnum í Kína hækkar stöðugt og hraði smita eykst stöðugt. Frá þessu skýrði heilbrigisráðherrann Ma Xiaowei á blaðamannafundi í morgun.

Í morgun er vitað um meira en 2000 smitaða sem er tvöföldun á einum degi. Vitað er að 56 er eru látnir og minnst 140 eru í lífshættu upplýsti ráðherrann á blaðabannafundinum.

Bann við sölu á villtum dýrum

Óttinn við útbreyðslu veirunnar hefur gert það að verkum að Kína hefur sett á bann við verslun með villt dýr. Þar með er veitingahúsum, stórmörkuðum og útimörkuðum gert að farga þegar í stað lifandi villtum dýrum og afurðum af villtum dýrum en talið er að veirann hafi fyrst látið á sér kræla á útimarkaði í borginni Wuhan. Nú er staðfest tilvik um smit í 15 löndum í heiminum í dag þar á meðal í Finnlandi.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR