Hvíta-Rússland lokar sendiráði í Kanada

Hvíta-Rússland hefur ákveðið að loka sendiráði sínu í Ottawa, höfuðborg Kanada.

Ákvörðunin kom eftir að Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fordæmdi í gær að orrustuþota hafi á sunnudag neytt farþegaþotu Ryanair til að lenda í Minsk þar sem hvít-rússneskur stjórnarandstæðingur var handtekinn.

Samkvæmt Hvíta-Rússlandi er lokun sendiráðsins vegna „hagræðingar á diplómatískri veru Hvíta-Rússlands“.

Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur kallað framkomu Hvíta-Rússlands „hneyksli“ og „ólöglega“.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR