Hvernig endar kórónuveirufaraldurinn?

Núverandi kórónuveiru heimsfaraldurs lýkur á endanum eins og allir aðrir faraldrar. Eina spurningin er hvernig. Það eru fjórar mögulegar leiðir:

Ef kórónuveiran reynist árstíðabundin í tempruðu loftslagi, mun það þýða að nýjum sýkingum fækkar að lokum þegar veður hitnar. En í þessari atburðarás myndi kórónuveiran snúa aftur þegar kalt veður kemur með haustinu – þó að við vonum að heilbrigðiskerfið okkar sé þá betur í stakk búið til að hjálpa þeim sem veikjast alvarlega að ná sér.

Með hjarðónæmi, þar sem verulegur hluti þjóðarinnar smitast, batnar ástandið og þjóðin þróar með sér náttúrulegt ónæmi. Áskorunin er sú að það mun taka verulegan tíma að ná ónæmi og allt að 60% þjóðarinnar þarf til að ná slíku hjarðónæmi. Í slíkum ferli gætu hundruð eða jafnvel þúsundir Íslendinga dáið.

Þróun bóluefnis sem yrði gert aðgengilegt víða. Það eru að minnsta kosti fimm bóluefni á einhverjum þróunarstigum, með einni klínískri rannsókn sem hófst í þessari viku. Þetta er efnileg þróun, en bara fyrsti áfanginn í löngum ferli. Jafnvel í besta falli, munu enn líða margir mánuðir þar til farsælt bóluefni er aðgengilegt almenningi.

Hraðari þróun meðferðarlyfja sem meðhöndla sýkingar og byggt á því hvernig lyfið samsett, kemur í veg fyrir að frekari sýking komi upp. Einn valmöguleiki í þessari atburðarás er veirulyfjasamsetning sem ræðst á RNA í miðju kórónuveirunnar.  Mörg lyf, sem nú er til, svo svo sem malaríulyf og jafnvel flensulyf, lofa góðu í þessari baráttu.

Í tveimur öðrum kórónuveirufaröldrum, SARS og MERS faröldrunum, voru þróuð fjöldinn allur af lyfjum sem miðuðust að því að ráðast að lykilpróteinum í kórónuaveirum. Viðamiklar rannsóknir og forklínískar rannsóknir fóru fram. En lyfin komust aldrei í klínískar rannsóknir. Það er vegna þess að enginn markaður var fyrir þau að afloknum þessum faröldrum og engin ríkisstjórn var reiðubúin að stíga inn til að tryggja markaðinn með skuldbindingu um að geyma lyfin.

Sem betur fer er í dag endurnýjaður áhugi á þessum meðferðarlausnum, þar sem nokkur veirueyðandi lyf eru nú að fara í gegnum klínískar prófanir. Einnig eru nú klínískar rannsóknir á öðrum lyfjum sem meðhöndla öndunarafleiðingar sýkingar en ekki veiruna beint.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR