Sigurður Bjarnason skrifar
Það er vitað mál að enginn í stjórnlagaráði kom að hverju einasta atrið við gerð nýju stjórnarskrárinnar. Sumir vildu bara tryggja ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu og aðrir t.d. um stjórnsýslu landsins og skiptingu valds. Einhver hópur innan ráðsins fiktaði í trúmálum sem vert er aðeins að skoða. Í 63. grein núverandi stjórnarskrá er tekið fram að allir eiga rétt á að stofna trúfélag og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. En það er líka tekið fram að það má ekki fara gegn góðu siðferði né gegn allsherjarreglu. Þetta er tekið út í nýju stjórnarskránni. Í nýju stjórnarskránni segir að fólk sé eingöngu háð þeim takmörkunum sem lög mæla fyrir um. Sem dæmi þá segja lögin að það megi ekki drepa mann, svo allur slíkur boðskap fer gegn allsherjarreglu og er því bannaður í núverandi stjórnarskrá. En í nýju stjórnarskránni er trúin eingöngu háð þeim takmörkum sem lög mæla fyrir um og samkvæmt því má því boða allan óþvera sem til er, þó það sé gegn góðu siðferði og gegn allsherjarreglu, svo lengi sem glæpurinn er ekki framinn. Vitað er að það eru til satanísk trúarsamtök út í hinum stóra heimi sem verða þá velkomin hingað samkvæmt nýju stjórnarskránni til að rækta sína trú og þegnar þessa lands verða svo að lifa í þeirri von að þessir hópar muni ekki brjóta nein lög.
En afhverju er nauðsynlegt að breyta 63. greininni? Þessi grein tekur á því að menn geta ekki notað trú sem afsökun fyrir óeðlilegum boðskap. Þeir í stjórnlagaráði sem sáum um breytingar á þessum kafla stjórnarskárinnar, ættu að svara fyrir það opinberlega. Reyndar eru öll í stjórnlagaráði ábyrg fyrir þessum breytingum og á að vera hægt að krefja þau öll um svar.
Afhverju er nauðsynlegt að setja inn í nýju stjórnarskránna að það megi iðka trú sína á einkavettvangi sem og á opinberum vettvangi? Er þetta gert svo að múslimar geti sýnt okkur rassinn á Laugaveginum án þess og lögreglan geti nokkuð gert til að stoppa slíka ferðamannfælu? Er einhver trú á Íslandi sem er að brjóta á núverandi stjórnarskrá, varðandi gott siðferði og allsherjarreglu, sem fær menn til að vilja breyta henni?
Er verið að gera jarðveginn klárann fyrir satanískum trúarbrögðum?
Allir sem berjast fyrir nýju stjórnarskánni eru líka að berjast fyrir þessum breytingum sem nefnd eru hér að ofan og nýjustu tölur segja að það séu u.þ.b. 20 þúsund manns búin að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu um að því sé sama um að satanísk trúarbrögð geti fest rætur á Íslandi.
En hvað fáum við með nýju stjórnarskránni og hverju erum við að fórna?
Er hægt að samþykkja heila stjórnarskrá á einu bretti, eða á að gera það í smáskömmtum?
Það hefur verið umræða í þjóðfélaginu um að sumt sé gott í nýju stjórnarskránni og sumt sé slæmt. Er þá ekki ágætt að byrja á því að taka fyrst fyrir það góða og leyfa síðan þjóðinn að hugsa sig betur um, um það sem sagt er vera slæmt? Er ekki farið of hratt í breytingar ef nýja stjórnarskráin er samþykkt í einu lagi?
Breytingar geta gerst hratt eða hægt, góðar sem slæmar, en bylting gerist alltaf hratt og það kemur ekki í ljós fyrr en eftir á hvort hún hafi verið góð eða slæm.
Á nýja stjórnarskráin að vera í formi byltingar?
Eða á máltækið betur við „sígandi lukka er best“?