Hrun á hlutabréfum vegna Kórónaveirunnar

Danskir hlutabréfaeigendur eru uggandi eftir mikið hrun C25 hlutabréfavísitölunnar í dag.

Þremur tímum eftir að opnað var fyrir viðskipti með bréf í C25 flokknum féll vísitalan um 3,5 prósent miðað síðasta föstudag. 

Ef vísitalan réttir síg ekki við á næstu klukkutímum verður þetta mesta fall á hlutabréfum í Danmörku í þrjú ár.

Lækkunina rekja menn beint til Kórónaveirunnar. Fyrirtækjum hefur verið lokað í Kína, kínverskum- sem erlendum fyrirtækjum og framleiðsla er sumstaðar lítil eða engin.

Nú velta menn vöngum yfir hvort þetta sé byrjunin á allsherjarhruni hlutabréfa út um allan heim og spurningin verði bara hversu stórt það hrun verður. 

MEST LESIÐ

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on telegram

AÐRAR FRÉTTIR