Heita læknum í Nauthólsvík lokað 1984

Margur Reykvíkingurinn rennur minnis til svokallaða heita læks í Nauthólsvík og rann í Fossvoginn.  Þessi lækur mun hafa verið heitavatnsaffall, það vatnsmikið að hægt var að baða sig á þeim stöðum þar sem stíflur höfðu verið myndaðar í læknum.

Það sem gerði útslagið með lokun læksins var að litlu munaði að slys yrði 8. júní það ár þegar maður einn sem hafði veirð að baða þar ákvað að synda til hafs. Var hann mjög þrekaður náðist á miðjum Fossvogi.

Annað sem ýtti undir lokun aðgengis að læknum, var vandræðaástand sem skapaðist þarna um hverja helgi um næturbil, en vinsælt var hjá ölvuðu fólki, sumu nöktu, að baða sig í læknum eftir helgarrall. Umgengni var sóðaleg en verra væri að sögn lögreglumanns við DV að ,,þegar hefur lækurinn kostað nokkur mannslíf“.

Hin opinbera skýring á lokunni var að það væri eingöngu vegna vatnsleysis að sögn Árna Gunnarssonar, yfirverkfræðings Hitaveitu Reykjavíkur. Skrúfað var endanlega fyrir rennsli í lækinn 1985.

Baðmenning Nauthólsvíkur var síðar endurreist í betri mynd þegar ákveðið var að hreinsa ströndina um aldarmótin 2000 og var hún vígð um sumarið og ári síðar var opnuð þjónustumiðstöð með búningsklefum, baðaðstöðu og veitingasölu (ís, sælgæti og gosdrykkir).  Lónið og pottarnir eru hitaðir upp með affallsvatni frá hitaveitugeymunum í Öskjuhlíð.  Þar er vatn, sem hefur verið nýtt til upphitunar húsa borgarbúa.

Forsíðumynd. Úr myndasafni mbl.is: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1555167/

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR