Heimsfaraldur

Sigurður Bjarnason skrifar:

Aldrei í seinni tíð hefur heimurinn verið eins hræddur við veikindi, eins og nú með Covid-19. Hafa menn slegið upp svo svartsýnum tölum um dauðsföll sem einna helst mætti líkja við spænsku veikina. En talið er að Spænska veikin hafi smitað þriðjung heimsbyggðarinnar og tíundi hver af þeim dó. Í dag reiknast það til að rúmlega 2 Milljarðar jarðarbúa muni smitast, 200 milljónir deyja og þar af tæplega 12 þúsund á Íslandi. Tölur er svolítið á reki og gæti fjöldinn eins verið helmingi hærri. Engin veiki hafði borist út á slíku hraða áður, sem má auðvita rekja til bættra samgangna. Þó eru til staðir sem hægt er að læra af eins og t.d. Nýju-Kaledóníu. Þar tóku þeir snemma upp sóttkví og tókst algjörlega að koma í veg fyrir dauðsföll. Það er þó nokkuð erfiðra í dag þar sem allar samgöngur hafa aukist mikið frá því árið 1920, en samt, þetta er þekkt atriði og það virkar. Spænska veikin lagðist á lungu fólks, það blæddi úr nösum, úr þörmum, með þvagi og lést einstaklingur yðulega tveimur dögum eftir smit. Það má því segja að það hafi legið nokkuð ljóst fyrir í upphafi að þessum tveimur veikindum var ekki saman að líkja. Engu að síður var í upphafi ómögulegt að segja til um hver lokaniðurstað yrði og allur varinn því góður.

Margir eru þeir sem hafa álit á framgöngu yfirvalda í þessu máli og ganga bæði hól og skammaryrði fram og til baka. Eitt er samt víst að lítið er hægt að skammast út í stafsfólk heilbrigðiskerfisins þar sem fjárveitingar ráða ansi miklu um hæfni kerfisins í að taka á móti svona álagi og ekki er nokkur manneskja þar sem hefur reynslu í svona löguðu. Skilningur almennings um uppbyggilegt heilbrigðiskerfi virðist samt ívið meiri en á hinu háa Alþingi, þar sem sífelt er verið að birgja brunninn eftir að barnið er dottið ofan í hann. Reyndar fengust öndunarvélar að gjöf frá Bandaríkjunum svo það var komin utanaðkomandi hjálp við að birgja brunninn. En vonandi að ríkisvaldið, og þá allt stjórnvaldskerfið líka, geti lært eitthvað af þessu.

Stanford háskólinn hefur tekið saman gögn og tilkynnt að dánartíðnin af Covid-19 er undir 0,14%, sem gerir vírusinn engu hættulegri en venjuleg flensu (þetta úrtak var ekki bundið við allan heiminn og gæti niðurstaðan breyst). Hins vegar mun fást gífulegur lærdómur af þessu öllu, í að takast á við næsta heimsfaraldur. Sumir læknar höfðu sagt, svo til alveg frá byrjun, að það þyrfti sérstaklega að hugsa um gamla fólkið og aðra einstaklinga sem væru með undirliggjandi sjúkdóma. Svo spurning hlýtur að vakna hvort það hafi verið þörf á að loka heilu þjóðfélögunum þegar ljóst var að Covid-19 var ekkert í líkingu við spænsku veikina? Fjöldi þeirra sem deyja (0,14%) fer af sjálfsögðu eftir því hve margir smitast og má gera ráð fyrir að allar þessar aðgerðir hafi dregið úr smiti og þannig bjargað einhverjum. En getum við gert þetta hér eftir, gegn öllum flensum?

Nú þegar eru mörg fyrirtæki farinn á hausinn, út af þessum vírus, og eiga mörg eftir að fylgja þeim. Í því ástandi sem nú er að skapast er enginn vafi á því að stór verður stærri og lítill hverfur. Þannig kemur eignarhald til með að þjappast enn meira saman, millistéttin minnkar enn meira, vinna tapast, framlegðin verður minni og þetta mun gerast um allan heim. Alþjóðasamsteypur verða sterkari í viðureign sinni gegn veikum þjóðarleiðtogum sem misst hafa alla trú á sjálfstæði og lýðræði þjóðfélaga sinna og þegna. Hvort að samsæriskenningin um að Covid-19 hafi bara verið yfirskin í fjárhagslegum tilgangi upplýsist trúlega seint eða aldrei, en samþjöppun mun gerast og það á einfaldan hátt héðan af.

Það er erfitt verk framundan fyrir ríkisstjórn Íslands og grunur um vinagreiða verður trúlega aldrei meiri en nú, í hjálparstarfi ríkisins við atvinnulífið og er nú þegar farið að reyna á siðgæði í því skipulagi. Til að halda uppi innviðum ríkisins með minnkandi tekjum og að aðstoða atvinnulífið verður ríkið að ganga á eignir. Þar er gjaldeyrissjóðurinn fremstur og svo getur ríkið alltaf notað gömlu aðferðina úr Reykjanesbæ og selt fasteignir. Aðgerðir stjórnvalda munu leiða í ljós hvort ríkisvaldið standi með eðlilegri samkeppni í landinu eða taki stöðu með auðvaldinu.

Það getur tekið marga, jafnvel marga marga mánuði að koma lífinu í sitt gamla horf og sumt nær sér hugsanleg aldrei aftur. En áhyggjur liggja líka hjá hinum fátækari þjóðum þar sem sum eiga eftir að fara ílla út úr þessu og á eftir að koma í ljós hve mörg ríki verða aflögufær með hjálp þegar hjólin fara að snúast aftur. Það er hjá þeim þjóðum sem við gætum séð hinar svartsýnustu dauðaspár rætast. Víðsvegar um heiminn gæti farið svo að lækningin komi til með að vera verri en sjúkdómurinn sjálfur og það jafnvel í vestrænu löndunum líka.

Það eru ekki til neinar patent lausnir á svona vandamáli og ekki er þetta létt verkefni, því ofan á veikindin er enn þá gífurleg hræðsla í gangi. Maður verður bara að vona að hlutirnir komist sem fyrst í eðlilegt horf og að ríkissjóður fari ekki á hausinn.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR