Handtóku mann vegna grunsamlegrar hegðunar þar sem réttað er yfir grunuðum hryðjuverkamönnum

Danska lögreglan handtók í dag mann vegna grunsamlegrar hegðunar fyrir utan dómshús í Roskilde. Þar er nú réttað yfir þremur útlægum Írönum fyrir að hafa njósnað í Danmörku fyrir Sádí-Araba. 

Samkvæmt dönsku lögreglunni er maðurinn arabískur í útliti og mun hafa keyrt um á bíl með belgískum númerum samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins. Hegðun hans fyrir utan dómshúsið þótti undarleg en hann mun hafa tekið fjölda ljósmynda og spurt fólk fyrir utan undarlegra spurninga. Lögreglan neitar að gefa upp að svo stöddu hvort maðurinn hafi íranskan eða sádí-arabískan bakgrunn.

Hann vakti athygli annarra blaðamanna fyrir spurningar um réttarhöldin og hvernig málin ganga fyrir sig  í dönsku réttarkerfi en hann mun hafa kynnt sig sem blaðamann Al Jazeera.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR