Gríðarstór heitur blettur í Kyrrahafinu kemur vísindamönnum á óvart

Austan Nýja Sjálands er gríðarstórt hafsvæði sem er upp undir sex gráðum heitara en vanalega. Vísindamenn ekki eru ekki vissir hvers vegna. 

Svæðið er hátt í milljón ferkílómetrar að stærð. 

Loftslagsvísindamaðurinn James Renwick, segir að hitahækkunin veki áhyggjur því vísindamenn finni engar skynsamlegar skýringar á henni.

„Þetta er stærsta svæðið á jörðinni þar sem hitastigið er yfir meðallagi. Vanalega er hitastigið um 15 gráður, en núna er það um 20 gráður,“ segir Renwick. Hann útilokar ekki að loftslagsbreytingar eigi þátt í ástandinu en segir að ekki sé hægt að slá því föstu. Hækkunin á hitastiginu gæti líka átt sér stað af eðlilegum náttúrulegum ástæðum, svo sem af lágum loftþrýstingi og litlum vindi á svæðinu, segir í umfjöllun The Gurdian um málið.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR