Geyma rafmagn í steinum

Heitir steinar geta verið framtíð grænnar rafmagnsveitu og Lolland ætlar að verða forystu til að nýta þá aðferð.

Þetta gerist þegar Rødby verður heimili fyrsta geymslukerfisins fyrir græna orku í heitum steinum.

Í dag er það vandamál að maður getur ekki geymt orkunna frá þeim tímum þegar vindurinn blæs (úr vindmillum), eða sólin skín, til síðari nota. En með nýrri verksmiðju er hægt að gera það, hafa tilraunir á DTU Risø sýnt.

Í stuttu máli, það virkar á þann hátt að umframstraumur frá vindi og sólarorku er notaður til að hita einangraða stáltanka með litlum steinum allt að 600 gráður og þegar þörf er á rafmagni er hægt að skila geymdri varmaorku í kalda tanka gegnum hverfill sem framleiðir rafmagn.

Gert er ráð fyrir að hægt sé að taka nýja tilraunastöð í notkun á næsta ári.

Dr.dk greinir frá.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR