Gæti fengið 5 ára fangelsi fyrir að þykjast vera með kórónaveiruna í lest

Maður með hlífðargrímu dettur skyndilega niður í miðri rússneskri neðanjarðarlest. Þegar fólk flýtir sér að hjálpa honum upp byrjar hann að snúast á gólfið. „Kórónaveiran! Ég er með kórónaveiruna!,“ er hrópað og fólk ýtir hvort á annað til að komast burt.

Þetta var hins vegar hreinn leikaraskapur – skipulagður af myndbandabloggaranum Karomat Dzhaborov og vinum hans.

Þátturinn var settur á samfélagsmiðla fyrir viku síðan, þar á meðal Instagram.

Síðan þá hefur rússneska lögreglan komið inn í málið og nú hefur Karomat Dzhaborov sem er frá Tadsjikistan verið ákærður fyrir uppþot á almannafæri sem getur varðað allt að fimm ára fangelsi.
Vídeóbloggarinn hefur verið handtekinn og að sögn lögmanns hans átti hann ekki von á því að atvikið hefði svo skelfilegar afleiðingar. „Þetta var ekki brandari. Í hreinskilni sagt, við vildum ekki hræða fólk. Markmið okkar var að segja fólki að til væri þessi vírus, svo það taki þetta vandamál alvarlega. Við klæddust því hlífðargrímum,“ segir vídeóbloggarinn Dzhaborov. En málið er ekki svo einfallt fyrir Dzhaborov og yfirvöld líta málið mjög alvarlegum augum og ekki útlit fyrir að hann sleppi svo auðveldlega frá þessu gríni eða ekki gríni.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR