Geta fengið allt að fimm ára fangelsi ef sóttkví er brotin

Ítalir ætla að herða á viðurlögum vegna brota á sóttkví. Ef manneskja sem er smituð af kórónaveirunni brýtur sóttkví af ásettu ráði á viðkomandi hættu á að verða dæmdur í eins til fimm ára fangelsi. Þar fyrir utan á fólk sem brýtur sóttkví á hættu að verða sektað um 400 til 3.000 evrur, sem gera frá 60þús. ísl.krónur til 460þús. ísl.krónur. 

Dauðsföll jukust skyndilega aftur

Eftir að dauðsföllum fór að fækka síðustu daga sem jók mönnum bjartsýni um að veirufaraldurinn væri í rénum tóku dauðsföll vegna veirunnar skyndilega kipp og fóru upp í 743 dauðföll í gær. Þá hafa samtals 6.820 látist vegna veirunnar á Ítalíu.

Lönd með flest dauðsföll

LandLátnirSmitaðirLátnir pr. milljón. íbúa.
Ítalía6.82069.176113
Kína3.28181.5912
Spánn2.99142.05864
Íran1.93424.81123
Frakkland1.10222.63517
USA80155.2252
Stórabretland4238.1646
Holland2775.58516
Þýskaland15932.9912
Suður-Kórea1269.1372

Heimild: dr.dk

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR