Gera listaverk úr hraunmolum og selja á 3500 kr.

Á síðunni Brask og brall.is eru nú til sölu hraunmolar frá gosinu í Geldingadal. Þar eru boðnir til sölu hraunmolar og búið að stinga í þá íslensku klinki eins og sjá má á myndinni.

Það þýðir að sá gjörningur hefur verið framinn meðan hraunmolinn var glóandi heitur. Þetta er að vísu ekki óþekkt því á mörgum íslenskum heimilum eru til hraunmolar frá Heklugosum og fleiri gosum þar sem krónupening hefur verið stungið í glóandi hraunmola og hann síðan látin kólna þannig að peningurinn er fastur í molanum.

Þessa mola sem nú er verið að bjóða til sölu á Brask og brall.is er hægt að kaupa fyrir 3.500 krónur og tekið er fram að sent sé um allt land. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR