Samningaviðræður á milli Breta og Bandríkjamanna um fríverslunarsamning hefjast á mánudaginn kemur. Það er von þeirra að skrifa undir samning í nóvember, einum mánuði áður en Bretar yfirgefa ESB formlega.
En hvað varðar ESB, þá er staðan ekki neitt endilega flókin, en hún er erfið og getur haft gríðalegar afleiðingar. Eitt af því sem Þjóðverjar hræðast í dag, og þá er full ástæða fyrir miðstjórn ESB að hræðast líka, er að sjálfsögðu refsitollar sem BNA kemur til með að nota samkvæmt leyfi WTO. Fyrst voru það vínframleiðendur í Frakklandi sem lentu ílla í því og svo líka aðrir franskir bændur. Vínframleiðendur fór svo ílla út úr þessu að sótt hefur verið um aðstoð frá miðstjórn sambandsins handa þeim. Bandaríkin mega taka 7,5 Milljarða dollara í refsitolla á vörur frá ESB. Salan á rauðvíni hefur dregist verulega saman í Bandaríkjun eftir að Trump sett refsitoll á það sem þá aftur kallar á hækkun tolla á þær fáu flöskur sem enn er verið að selja. Refsitollurinn er enn þá 25%, en Trump hefur tilkynnt að hugsanlega hækkar hann tollinn uppi í 100%. Það endar með því að frönsk vín seljast ekki lengur í Bandaríkjunum og refsitollar skila sér þá ekki inn heldur. Slæmu fréttirnar í þessu eru líka þær, að þessi markaður gæti verið tapaður fyrir franska vínframleiðendur um langan tíma. Þannig getur það líka farið með aðra framleiðslu frá ESB, hver svo sem hún er, varan verður ósamkeppnishæf og hættist að seljast í Bandaríkjunum. Þannig er hægt að skemma markað fyrir Evrópusambandinu þó svo að refsitollurinn skili sér ekki inn að fullu.
En nú er rauðvínsmarkaðurinn að verða ónýtur í Bandaríkjunum fyrir franska bændur svo Bandaríkin verða að snúa sér að næstu vörutegund frá ESB, ef þeir ætla að ná inn þessari refsiupphæð. Þýskir bílar koma sterkt inn í myndina, enda hefur Trump hótað því áður að skattleggja þá. Hins vegar, ef þýskir bílaframleiðendur flytja verksmiðjur sínar til Bretlands, þá sleppa þeir alveg við tolla, ef Bretar velja þann kost að halda frekar í fríverslunarsamning við BNA heldur en innri markað ESB. Þannig eru það ekki bara þýskir bílaframleiðendur sem sjá þennan kost, heldur sjá þetta allir viðskiptajöfrar, í öllum aðildarríkjum sambandsins. Þetta er ein stærsta ógn sambandsins við brotthvarf Breta. Þetta er einnig hvati fyrirtækja að styðja samningslausa útgöngu Breta, flytja þangað og losna þannig við refsingu sem Evróusambandið hefur skapað sér. Spurningin er samt enn þá þessi, hvar kemur refsitollurinn niður næst.
Það má því segja að Trump sé með svolítið tromp á hendi, í baráttu sinni í að hnésetja Evrópusambandið eins og sumir vilja halda fram að hann ætli sér.
Ef Bretar halda í Evrópskar bankareglur, sem sambandið er að fara fram á, þá er ekki víst að Bandaríkjamenn samþykki fríverslunarsamning, samkvæmt Bandaríkjamönnum sjálfum, segir fyrrverandi þingmaður Ukip, Douglas Carswell. Það væri stór sigur fyrir Evrópusambandið.
Þegar sambandið er að gera allt til að halda Bretum á innri markaði sambandsins og koma þannig í veg fyrir fríverslunarsamning þeirra við Bandaríkin, þá er Marcon að hóta Bretum öllu íllu hvað varðar fiskveiðar. Maðurinn er einfaldlega ekki í sama liði og miðstjórn sambandsins. Kína samningurinn var greinilega ekki nógu mikil skaði fyrir hann svo hann heldur áfram í klúðrinu. Frakkar eru eins og samband í Sambandinu.
Hræðsla ESB er að fyrirtæki munu flýja frá meginlandinu til Bretlands og að Bretland muni stofna Skattaskjól fyrir öll hin ESB fyrirtækin
Þegar á botninn er hvolft, þá er ekki verið að semja um útgöngu Breta.
Bretar eru búnir að tilkynna útgöngu án samnings fyrir löngu.
En hvað er þá verið að semja um?
Það sem kemur til greina er t.d. framhaldslíf Evrópusambandsins og líf sambandsins er ekki í þeirra eigin höndum heldur Borisar og Trumps. Þetta er úrslitaleikur og ESB vantar markmann. Bretar samþykkja aldrei að fara eftir lögum sambandsins. Þeir hafa margsinnis sagt að það sé ekki partur af þeirra nýja sjálfstæði. Þannig bendir allt til þess að útkoman verður framhaldslífið um nokkur ár í dauðateigjum. Eða eins og Nigel Farage sagði, sambandið á eftir 10 ár ólifað.