Forsetar Íslands

Sveinn Björnsson

Fyrsti forseti lýðveldisins, Sveinn Björnsson, var fæddur í Kaupmannahöfn 27. febrúar 1881 og lést hann 25. janúar árið 1952. Eiginkona hans var Georgia Björnsson, fædd 18. janúar 1884, dáin 18. september 1957.  Sveinn var kjörinn ríkisstjóri af Alþingi 1941 og forseti Íslands, kjörinn af Alþingi á Þingvöllum við lýðveldisstofnun, 17. júní 1944. Þjóðkjörinn án atkvæðagreiðslu 1945 og aftur 1949. Sveinn lést í embætti árið 1952.

Sveinn Björnsson, fyrsti forseti íslenska lýðveldisins

Ásgeir Ásgeirsson

Annar forseti lýðveldisins, Ásgeir Ásgeirsson, var fæddur 13. maí 1894 og lést 15. september 1972. Eiginkona hans var Dóra Þórhallsdóttir, fædd 23. febrúar 1893, dáin 10. september 1964.

Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti Íslands 29. júní 1952 og endurkjörinn án atkvæðagreiðslu 1956, 1960 og 1964 og lét af embætti 1968.

Ásgeir Ásgeirsson, annar forseti Íslands

Kristján Eldjárn

Þriðji forseti lýðveldisins, Kristján Eldjárn, var fæddur 6. desember 1916 og lést 14. september 1982. Eiginkona hans Halldóra Eldjárn var fædd 24. nóvember 1923 en lést 21. desember 2008.

Kristján var kjörinn forseti 30. júní 1968, endurkjörinn án atkvæðagreiðslu 1972 og 1976 en lét af embætti 1980. Hann  varð stúdent árið 1936 og nam fornleifafræði við Kaupmannahafnarháskóla 1936-1939. Meistarapróf í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1944 og doktorspróf frá sama skóla 1957. Fjallaði ritgerð hans um kuml og haugfé í fornum sið á Íslandi. Hann skrifaði bækur um fornleifafræði, hélt fyrirlestra um fræði sín og ritaði fjölda greina um fornfræðileg efni. Kristján var kjörinn heiðursdoktor við háskólana í Aberdeen 1970, Lundi 1970, Odense 1974, Bergen 1975, Leningrad 1975 og Leeds 1978.

Krstján Eldjárn

Vigdís Finnbogadóttir

Fjórði forseti lýðveldisins, Vigdís Finnbogadóttir, er fædd 15. apríl 1930.

Vigdís var kjörin forseti 29. júní 1980, endurkjörin án atkvæðagreiðslu 1984, endurkjörin í kosningum 1988, aftur án atkvæðagreiðslu 1992 og lét af embætti 1996.

Vigdís varð stúdent árið 1949, stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum í Grenoble og við Sorbonne-háskóla í París 1949-1953. Hún nam leiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla 1957-1958, tók BA-próf í frönsku frá Háskóla Íslands og próf í uppeldis- og kennslufræðum 1968. Vigdís er heiðursdoktor og heiðursprófessor við marga háskóla og stofnanir víðs vegar um heiminn.

Vigdís Finnborgadóttir

Ólafur Ragnar Grímsson

 Fimmti forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, er fæddur 14. maí 1943. Ólafur varð stúdent árið 1962, lauk BA-prófi í hagfræði og stjórnmálafræði frá University of Manchester árið 1965 og doktorsprófi í stjórnmálafræði frá sama skóla árið 1970. Ólafur Ragnar var skipaður lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 1970 og prófessor í sömu grein árið 1973. Hann er höfundur fjölda fræðigreina og ritgerða sem birst hafa í íslenskum og erlendum tímaritum.

Ólafur Ragnar Grímsson

Guðni Th. Jóhannesson

Guðni Thorlacius Jóhannesson er íslenskur sagnfræðingur. Hann var kjörinn forseti Íslands í forsetakosningunum 25. júní 2016 með 39,08% atkvæða og tók við embættinu 1. ágúst 2016. Hann er sjötti forseti Íslands.

Guðni Th. Jóhannesson

Nokkrar staðreyndir:

Björn Sveinsson var ríkisstjóri Íslands milli 1941 og 1944 í stað konungs. Áður var hann sendiherra Íslands.

Georgía Björnsson, fædd undir nafninu Georgia Hoff-Hansen, var eiginkona Sveins Björnssonar og þar með fyrsta forsetafrú Íslands. Hún var dönsk að uppruna.

Vigdís Finnbogadóttir var fyrsti kvenforseti Íslandssögunnar.

Vigdís Finnbogadóttir var fyrsti einstæði foreldri til að gerast forseti Íslands.

Forsetafrúrnar Dóra Þórhallsdóttir, eiginkona Ásgeirs Ásgeirssonar og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, eiginkona Ólaf Ragnar Grímssonar, létust báðar á meðan makar þeirra sátu í embætti.

Vigdís Finnbogadóttir fyrsti forsetinn til að fá mótframboð sem sitjandi forseti.

Ólafur Ragnar var fyrsti forsetinn sem virkjaði málsskotsréttinn.

Heimild: https://www.forseti.is/sagan/fyrri-forsetar/

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR