Fólk flýr sólskinsríkið Kaliforníu

Um 691.000 manns yfirgáfu Kaliforníu til að búa í öðrum ríkjum árið 2018, samkvæmt nýjum mati hjá manntalskrifstofu ríkisins. Á sama tíma komu u.þ.b. 501.000 manns til Kaliforníu frá öðrum ríkjum og myndaðist þar um 190.000 íbúa tap árið 2018.

Árin 2015 til 2017 var  nettó tap Kaliforníu milli 129.000 og 143.000 íbúa vegna fólksflutninga á hverju ári, samkvæmt mati manntalsins. (Íbúum ríkisins heldur áfram að fjölga – þó tiltölulega hægt – vegna fólksflutninga erlendis frá og fæðinga).

Kalifornía hefur misst fleiri íbúa en önnur ríki en það hefur aflað  síðustu tveimur áratugum, samkvæmt manntalstölur Þróunin náði síðast hámarki milli 2004 og 2006, um miðbik húsnæðisuppsveiflus sem þá var.

Samkvæmt  greiningu manntalsins árið 2017, kom í ljós að fólk sem yfirgefur Kaliforníu er flest tiltölulega fátækt og margir  þeirra hafa ekki háskólapróf. Þegar komið er hærra í tekjurófinu, kemur í ljós að aðeins fleiri voru að koma en fara. Mikið er rætt og rifist um stöðu húsnæðislausra í ríkinu en sjaldan hefur ástandið verið verra.

Kalifornía missti flesta íbúa til Texas, Arizona, Nevada og Oregon, samkvæmt mati manntalsskrifstofunnar, tölur sem dregnar eru af árlegri talningu hjá ,,American Community Survey“. Það fékk hins vegar íbúa að mestu frá norðausturhluta Bandaríkjanna ásamt landshlutum í efri hluta miðvesturríkja. Texas, Arizona, Nevada og Oregon litu greinilega nokkuð vel út fyrir marga Kaliforníumenn í fyrra.

Það eru ekki aðeins íbúar sem eru að yfirgefa ríkið, heldur einnig fyrirtæki og þau fara flest á sömu staði og íbúarnir.

Hver er orsökin? Sumir greiningaraðilar vilja meina að fyrirtæki í Kaliforníu fara vegna þess að viðskiptaumhverfi ríkisins sé að versna, sérstaklega sé erfitt atvinnuástand, innflytjendamál eru í brennidepli og útgjaldaaðgerðir sem ríkisstjórn standi fyrir hafa verið óvinsælar en þess má geta að demókratar hafa stjórnað ríkið um langt skeið.

Samkvæmt rannsókn,  sem ,,Spectrum Local Solutions“ gerði,  er því  haldið fram að 660 mismunandi fyrirtæki í Kaliforníu hafi þegar flutt með meira en 765 verksmiðjur til annarra ríkja. Og það aðeins á árunum 2018 og 2019 …

Íbúarnir sem fara, kvarta undan dýrtíð, háu húsnæðisverði og háum sköttum. Þeir kvarta einnig og geta þess sem ástæðu, sérstaklega meðal þeirra sem eru íhaldsarmir, pólitískum umhverfi en eins og fyrr segir, sker ríkið sig úr, vegna frjálslyndra skoðanna. Ríkið hefur ásamt New York og llinois verið höfuðvígi demókrata um áratuga skeið.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR