Fjöldi innflytjenda og “Nettófjöldi” innflytjenda

Jens G. Jensson skrifar: Þegar stjórnvöldum hefur mistekist eitthvað hrapalega við stjórn samfélags er sett í gang huliðssviðsetning. Ein dæmigerð huliðssviðsetning á sér stað í Svíþjóð um þessar mundir. Þar eru upplýsingar um fjölda innfluttra frá framandi löndum og menningarsamfélögum, dulbúið sem “nettó”innflutningur. En þessi nettóinnflutningur er innflutningur mínus útflutningur.

En það sem gerist við slíkar aðstæður, er að það eru þeir hæfustu sem flytja sig um set. Hinir hæfustu frá Mið-Austurlöndum og Afríku, koma sér til Svíþjóðar. Ungir karlmenn, líkamlega hraustir, hafa gjarnan fjölskyldur á bak við sig sem styðja þá fjárhagslega. En alls ekki endilega best menntaði eða hæfasti hluti sinnar þjóðar. Það er alveg sama sagan um þá sem flytja sig um set frá Svíþjóð. Það er í byrjun, hæfasta fólkið, gjarnan hinir yngri, barnafjölskyldur. Vel menntað fólk með eftirsótta starfs -og verkmenntun. Mikið fólk sem vinnur störf sem hægt er að vinna úr fjarlægð.

Eftir mikil heilabrot og samtöl við systurstofnanir í nágrannalöndum, komust þeir að þeirri niðurstöðu að fyrsti stafurinn í leyndarmálinu væri “Volvo”

Í mismuninum á þessum tölum, nettóinnflutningnum, liggur sannleikurinn. Fyrir hverja tvo til þrjá ómenntaða og jafnvel ólæsa innflytjendur, sem fá inngöngu í Svíþjóð, flytur einn hámenntaður og eftirsóttur sænskur starfskraftur frá Svíþjóð. En innflutningurinn í tölum er falinn í “nettó”innflutningi.

Það eru meira en þrjú ár síðan, kínversk sendinefnd var á ferð í Lettlandi og Litháen að leita að staðsetningu fyrir stórfyrirtæki. Þeir leituðu ekki bara þar, heldur einnig í mörgum öðrum fyrrverandi Austur-Evrópuríkjum, þó einungis þar sem hafnaraðstaða var mjög góð. Þessi lönd reka stofnun sem greiðir fyrir erlendum fjárfestum og vísar veg við sambönd og leit að heppilegum staðsetningum. Þessar stofnanir hafa innbyrðis samband, þótt vissulega sé samkeppni um að ná til sín fjárfestum. Það sem var sláandi við kröfur þessarar kínversku sendinefndar, benti til að hér væri um hátæknistarfsemi að ræða og líklega ekki nýstofnun, heldur flutningur á núverandi starfsemi. Kröfurnar gengu mest út á aðgang að fjölbreyttu vinnuafli. Að aðstæður væru aðlaðandi, menningasamfélag og barnvænlegt. En nánari upplýsingar fengust ekki frá Kínverjunum, var leyndarmál. Í Lettlandi er einn af deildarstjórunum í þessari stofnun, Japani, eldri maður með mikla reynslu. Eftir mikil heilabrot og samtöl við systurstofnanir í nágrannalöndum, komust þeir að þeirri niðurstöðu að fyrsti stafurinn í leyndarmálinu væri “Volvo”

Á svipuðum tíma, fyrir þrem árum, var sameiginlegur fundur þriggja ráðuneyta í Lettlandi um sýnilega aukningu í innfluttum Svíum til Lettlands. Það sem var einkennandi var að það voru ekki eftirlaunaþegar, heldur barnafjölskyldur. Þarna kom upp vandamál, þar sem fyrirvinnan vann áfram í Svíþjóð og greiddi þar skatta og gjöld, en þjónusta, heilbrigðis og mennta, féll á Lettneska ríkið. Ekki það að það væri fjandsamlegt, heldur hvernig væri hægt að bregðast við ef aukningin héldi áfram.

Fyrir nokkrum mánuðum steig forstjóri Volvo fram og tilkynnti að Volvo íhugaði eða væri opið fyrir flutningi á fólksbílahluta Volvo frá Svíþjóð. En fólksbílahlutinn er einmitt í eigu kínverskra fjárfesta. Kínverjar og austurlandabúar almennt eru þekktir fyrir að hugsa langt fram í tímann, ekki ólíklegt að kínversku eigendur Volvo séu með hundrað ára framtíðarsýn. Í þeirri framtíðarsýn eru eflaust gríðarlegar breytingar í eftirspurn eftir vinnuafli. Ólæst og óskrifandi vinnuafl verður og er líklega nú þegar afleyst af vélmennum. Og næstu áratugir munu líklega staðfesta að vélmenni fái verulega stærri hlutdeild í samsetningu bifreiða en nú er. Þessir sömu fjárfestar hafa ekki látið framhjá sér fara breytingar á mannauðssamsetningu sænsks vinnuafls, ásamt óróleika í samfélaginu öllu, sem birtist í auknum glæpum og stjórnleysi. Það er líklega ekki eftirsóknarvert að framleiða Volvo undir stjórn Múhameðs og Sharia.

Það er ótrúlegt ef satt er, að stjórnmálamenn samtíðar, líta á mannauð þjóðar sem undirmálsviðmið sem eigi engan rétt á sér. Að fjöldi sé meira virði en gengi. Það er hægt að eyðileggja þjóðfélag eins og það sænska, Svíþjóð er ekki lengur rekin á auðlindum, málmi og timbri, heldur á sérhæfðu og tæknivæddu vinnuafli. Ólæsir og óskrifandi innflytjendur munu aldrei geta fyllt þau skörð, hversu margir sem þeir verða. Hvenær ætli sænskir stjórnmálamenn viðurkenni þetta og reyni að bjarga í horn.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR