Fáir sýna mótmælum ofbeldis- og öfgasamtaka við ráðherrabústaðinn áhuga

Fáir mættu á boðuð mótmæli ofbeldis- og öfgasamtakanna NO BORDERS við ráðherrabústaðinn í morgun.

Greinilegt er áhugi almennings er ekki almennur á málflutningi þessara samtaka og fólk orðið þreytt á honum. Hælisleitendur sem komast í fjölmiðla virðast eiga að fá aðra meðferð en aðrir í sömu sporum. Eins og áður segir var fámennt í þessum mótmælum og mátti varla greina á milli hvort væri fleiri fréttamenn á staðnum eða mótmælendur. 

Fjölmiðlar hafa hamast á stjórnsýslunni eins í sambærilegum málum og hafa eigendur þeirra beitt þeim óspart. Dæmi um það er fréttaflutningur Stöðvar tvö sem reyndi að snúa út úr orðum forsætisráðherra um málið með það að markmiði að reka fleyg í stjórnarsamstarfið. Meðal annars hafa ráðherrar verið spurðir hvort ríkisstjórnarsamstarfið væri í hættu vegna þessara hælisleitenda. Þar reyna þessir fjölmiðlar að leika sama leikinn og þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir var hrakinn úr starfi sem dómsmálaráðherra vegna máls hælisleitenda.

Hingað til hefur núverandi dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vikið sér fimlega undan árásum fjölmiðla eins Fréttablaðsins, RÚV og Stöðvar tvö og virðist hún hafa fullan stuðning forsætisráðherra og annarra ráðherra í málinu.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR