Erlend fjölskylduglæpasamtök orðin verulegt vandamál í Svíþjóð: Erlend glæpagengi slást á götum Reykjavíkur

Þetta segir vararíkislögreglustjóri Svíþjóðar, Mats Löfving, í viðtali við sænska útvarpið.

– Núna erum við með að minnsta kosti 40 fjölskyldu-glæpasamtök í Svíþjóð, svokölluð klan. Þær eru komnar til Svíþjóðar, fullyrði ég, sérstaklega í þeim tilgangi að skipuleggja glæpi. Glæpafjölskyldurnar eru að vinna að því að skapa vald, þær hafa mikla getu til ofbeldis og þær vilja græða peninga. Og þú gerir það með fíkniefnum, ofbeldisglæpum og fjárkúgun, segir Mats Löfving. Yfirlýsingar vararíkislögreglustjórans koma fram á sama tíma þegar glæpagengi eru um þessar mundir mikið umræðuefni í Svíþjóð og vegna þess að lögreglan vinnur hörðum höndum að uppræta vandamálið.

Síðustu ár hafa erlend glæpagengi skipuð innflytjendum sem upprunalega komu til Svíþjóðar sem flóttamenn staðið fyrir mörgum skotárásum í borgum eins og Malmö og Stokkhólmi.

Erlend glæpagengi hafa líka verið að gera sig gild hér á landi og hefur ríkislögreglustjóri gefið út greiningu þar sem því er spá að glæpagengin geti orðið verulegt þjóðfélagsvandamál hér á landi á komandi árum verði ekki spyrnt við fótum.

Nýlega slógust erlend glæpagengi í Bankastræti og náðust af því myndir sem dreift var á netinu. Glæpagengi hafa verið að ná fótfestu hér á landi alveg frá því að Ísland gekk í Schengen og EES.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR