Er olíuverðsstríðið komið til að vera?

Í miðju ævintýri kórónavírusins bætast við fleirri vandamál, eins og flestir hafa fengið að heyra. En eitt af vandamálunum er olíuverð. Sádar byrjuðu á því að selja ódýra olíu til Evrópu, að sögn ameríska fréttamanna, til að eyða smærri samkeppnisaðilum. Nú þegar OPEC vill skera niður framleiðsluna til að fá verðið aftur upp, segja Rússar nei. Rússar eru greinilega tilbúnir í olíuverðsstríð. Sádar hóta þá að auka framleiðsluna upp í 12,3 milljónir tunna á dag, eða um 300.000 tunnur. Rússar eru búnir að tilkynna að þeir séu að hugsa um að auka sína framleiðslu um 300.000 tunnur á dag og jafnvel fara upp í 500.000 tunnu aukningu á dag. Sádar sem byrjuðu þetta stríð, benda nú á Rússa sem sökudólg þar sem þeir vilja ekki draga úr framleiðslunni.

Verðið hefur snarlækkað og fyrir einum degi síðan fór tunnan í 25 dollara, og segja menn að 10 dollarar á tunnuna sé í augsýn.

Kostnaður við hverja olíutunnu er mjög misjafn á milli þjóða.

En hvar er sársaukastuðull þjóðanna varðandi kostnað. Sádar þurfa að fá 90 dollara á tunnuna til að standa undir framleiðslukostnaði og án aukabirgða, sem þeir geta gengið í, stefnir í óefni hjá þeim. Geta Sádar farið í olíuverðstríð á 6 ára fresti? Sádar eiga olíu í geymslu og samkvæmt upplýsingum frá því í september 2019, þá eiga þeir um 73,1 milljónir tunna. Ef þeir nota 300.000 tunnur af því á dag þá endast birgðir í 244 daga, eða í rúma 8 mánuði. Eftir þann tíma fer að höggva verulega í fjármálin hjá þeim. Rússar þurfa 52 dollara á tunnuna fyrir kostnað og eiga digran olíusjóð og eru tilbúnir í stríð. Það var komið ílla fram við Rússa árið 2014 og nú gæti farið svo að einhver verði að borga fyrir það, í stríði sem Rússinn byrjaði ekki.

Þegar geymsluolía Sáda er uppurin og verð á olíutunnunn væri 30 dollarar, væri tap Sáda 22,14 Milljarðar dollar á mánuði. Á ári eru það 265,7 Milljarðar dollarar, sem er svolítið mikið miðað við fjárlögin 2019 hjá þeim, sem voru upp á tæpa 780 Milljarða dollara (nominal). Í janúar 2019 seldu Sádar skuldabréf að verðmæti 7,5 Milljarða dollara vegna minnkunar í olíusölu og á síðastliðnum 2,5 árum hafa þeir selt skuldabréf fyrir 60 Milljarða dollara og eru því á meðal stærstu lántakenda í heiminum í dag. Ef olíuverð helst á milli 25 og 30 dollara á tunnuna, segjast Rússar vera tilbúnir í 6 – 10 ára stríð. Ráða Sádar við það? 6 ára stríð með olíutunnuna á 30 dollar þýðir tap hjá Sádum upp á 1 Trilljón og 594 Milljarðar dollara. Auka lántaka Sáda sem plönuð var eftir fjárlögin 2019 upp á 120 Milljarða dollar er þá farin að skipta litlu máli. En mikil munur er á þessum tveimur þjóðum hvað varðar innanlands framleiðslu því Sádar verða að reiða sig á innflutning með nánast allt, þar á meðal mat, og 87% af fjárlögum Sáda kemur frá olíu en ekki nema um 40% hjá Rússum sem eru svo til sjálfum sér nógir með allt. En eitt er víst, hvorug þjóðin hagnast á 10 dollurum fyrir tunnuna.

Olíustríð þessar tveggja landa er sagt stefna olíuiðnaðinum í Bandaríkjunum í fallhættu. Olíuverðslækkun í byrjum kom sér vel og sögð vera Trump til framdráttar í komandi kosningum, en fall bandarískra olíufyrirtækja gera það ekki.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR