Enn eitt sprengjutilræðið í Svíþjóð

Sprenging varð í fjölbýli í Hageby í Suður-Norrköping snemma í morgun (miðvikudag). Að sögn lögreglunnar hafa nokkrir særst og íbúar verið fluttir á brott.

Lögregla staðfestir nú að sprengiefni hafi fundist í stigaganginum.

– Nú er sprengjudeild lögreglunnar á leið til Norrköping. Þeir munu rannsaka vettfang og athuga hverrar tegundar sprengiefnið er, “segir Åsa Willsund, talsmaður lögreglunnar í viðtali við svt.

Snemma á miðvikudagsmorgun barst neyðarlínunni nokkur símtöl um sprengingu. Lögreglan komst síðar að því að sprenging hafði átt sér stað inni í stigagangi í fjölbýli í Hageby í suðurhluta Norrköping.

Nokkrir  slasaðir

Samkvæmt lögreglunni bárust tilkynningar um nokkra slasaða en þó munu fólkið ekki vera alvarlega slasað og eldur mun hafa komið upp á staðnum. Sprengingin var nokkuð öflug. 

Svíar plagaðir af sprengjutilræðum erlendra glæpahópa

Svíar eru orðnir langþreyttir á tíðum sprengitilræðum í landinu undafarið. Þau skrifast flest á baráttu glæpahópa með erlendann bakgrunn.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR