Stjórnmálin skrifa: Frammistaða borgarfulltrúa Viðreisnar var ekki upp á marga fiska í Kastljósi í kvöld. Borgarfulltrúi Viðreisnar hlýtur að fælt frá sér kjósendur með óskiljanlegum málflutningi og ósannindum? Eyþór Arnalds frá Sjálfstæðisflokki benti á að borgin hefði skuldbundið sig til að klára mislæg gatnamót í samningum við ríkið. Pawel Bartoszek sagði að borgin hefði bara víst staðið við sinn hluta þó ekki hefði verið ráðist í framkvæmdir og þeim lokið fyrir nokkrum árum síðan eins og lofað var, það væri nefnilega verið að vinna í málinu á fullu! Eyþór Arnalds benti þá aftur á að það breytti því ekki að borgarmeirihlutinn hefði lofað að framkvæmdum við mislæg gatnamót hefði átt að vera lokið fyrir nokkrum misserum síðan en ekkert bólaði á framkvæmdum enn þann dag í dag. Borgarfulltrúi Viðreisnar snéri þá upp á sig og sagðist ekki sammála því, það væri sko verið að vinna í málinu á fullu!
Málflutningur borgarfulltrúa flokks ríka fólksins er dæmigerður fyrir þann flokk og dæmigerður fyrir málflutning vinstrimanna, spiltu siðleysingjana sem stjórna borginni. Pawel reyndi að draga athyglina frá málefnafátækt sinni með því að reyna að snúa málinu upp á Sjálfstæðismenn í öðrum bæjarfélögum.
Það er með ólíkindum ef skoðanakannanir eru réttar sem sýna að meirihlutinn geti alveg haldið í borginni í næstu kosningum. Þrátt fyrir alla spillinguna og sóunina á skattfé borgarbúa í til dæmis braggamálinu, útópískar hugmyndir um að rækta pálmatré fyrir hundrað milljónir og því um líkt, þá er með ólíkindum ef þessi meirihluti heldur eftir kosningar. Það er að minnsta kosti skoðun stjórnmálanna.
Vonandi verða talsmenn meirihlutans sem oftast í sjónvarpi með málflutning á við þann sem Pawel viðhafði í kvöld. Á endanum hljóta kjósendur að átta sig á lyginni sem vellur upp úr borgarfulltrúm vinstrimeirihlutans í Reykjavík og er af mörgu að taka og verður eflaust rifjað upp þegar nær dregur kosningum.