Ekki allir sáttir við stefnu sóttvarnarlæknis í baráttunni við COVID-19

Þau Frosti Sigurjónsson og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, bæði fyrrverandi Alþingsmenn, hafa sent heilbrigðisyfirvöldum opið bréf, þar sem stefna þeirra í baráttunni við faraldurinn er gagnrýnd.

Þau segja að yfirlýst stefna hefur verið að hægja á faraldrinum en stöðva hann ekki og það sé gagnrýnisvert. Beita eigi hjarðónæmisaðferð þar sem 60% þjóðarinnar er sýkt af veirunni og það eigi að duga til að mynda hjarðónæmi og vernda viðkvæma hópa.

Þau segja hins vega að ,,Ekki er víst að allir séu sammála því. Ef faraldurinn væri stöðvaður núna værum við væntanlega í betri stöðu til að takast á við hann ef hann kæmi upp aftur. Tími sem vinnst nýtist til að hægt sé að rannsaka þennan sjúkdóm betur, þróa veirulyf og jafnvel bóluefni. Allt gæti það nýst til að bjarga heilsu og lífi margra þótt faraldurinn komi seinna.“

Þau gagnrýnda hvernig staðið var að verki í upphafi faraldsins hér á landi. Að Íslendingar sem komu frá skilgreindum hættusvæðum voru settir í sóttkví og vel að því staðið. En ekki var reynt að hindra að erlendir ferðamenn frá hættusvæðum færu um landið, þótt ljóst væri að þeir gætu smitað landsmenn og aðra ferðamenn af COVID-19, segir jafnframt í bréfinu.

Þau segja að það umhugsunar að smitaðir eru í „einangrun“ með ósmituðum á heimilinum. Spurning hvort betra væri að þeir smituðu mundu dvelja utan heimilis, enda nóg af húsnæði þegar flestir gististaðir eru nú tómir.

Þau vilja láta skoða hvort að grunnskólar verði lokaðir nema fyrir börn frá heimilum lykilstarfsmanna enda séu þeir opin smitleið. Einnig að ýmsir erlendir sérfræðingar eru ósammála sóttvarnalækni og telja mikilvægt að loka skólum. Í nær öllum nágrannaríkjum okkar hefur grunnskólum verið lokað, enda viðurkennt að þótt börn fái í flestum tilfellum væg einkenni COVID-19 sjúkdómsins þá geta þau engu að síður smitað aðra og borið smit á milli.

Þeirri spurningu er varpað fram hvort það sé raunhæft að gera ráð fyrir því að faraldurinn hætti um miðjan apríl. Í segir að ,,Sóttvarnalæknir virðist hafa fylgt mitigation stefnu, sem Imperial College ofl. telja að taki eitt ár hið minnsta í framkvæmd. Því skýtur skökku við að spálíkan Covid teymisins sýnir að faraldrinum ljúki hér upp úr miðjum apríl. Eftir það hætti ný tilfelli að greinast. Þær áætlanir munu tæplega ganga eftir nema tekin verði nú þegar upp „suppression“ stefna.“

Þau Frosti og Ólína vilja leita í smiðju Asíuþjóða en stefna þeirra hefur skilað árangri. Þau álykta að: ,,Við gætum einnig lært mikið af því hvernig Suður-Kórea, Singapúr, Kína og fleiri Asíuríki hafa fengist við COVID-19. Þessi lönd stefndu aldrei á hjarðónæmi, þau töldu aldrei þarft „að fá eitthvað smit út í samfélagið“. Frá upphafi var þeirra stefna skýr: Að stöðva útbreiðslu COVID-19, og það hefur þeim tekist. Veiran hefur þar verið nær upprætt úr umhverfinu og mannlíf og athafnalíf í þessum löndum er byrjað að rétta úr kútnum. Þarna hafa stjórnvöld einnig mælt með því að almenningur noti maska til að verja sig og aðra smiti.“

Þau spyrja að lokum hvaða stefnu hyggst sóttvarnaráð taka og hvað er ,,…áætlað að margir muni deyja af völdum COVID-19 áður en hjarðónæmi er náð? Hve margir munu hljóta varanlegt heilsutjón (og hér) af völdum COVID-19? Hafa eftirköst COVID-19 sjúkdómsins hjá þeim sem veikjast illa og þeim sem veikjast lítið verið rannsökuð? Hvernig er hægt að réttlæta stefnu sem felur í sér mannfall og heilsutjón ef til er önnur stefna sem getur forðað því?“

Þau segja að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi skorað á stjórnvöld allra landa að stöðva faraldurinn með markvissum aðgerðum í stað þess að hægja á honum eins og er gert hér á landi. Hyggst sóttvarnaráð verða við þeirri áskorun?

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR