Eins árs drengur lést í kalífadæmi ISIS: Var líklega barinn til dauða og norska lögreglan rannsakar málið

Kona sem hefur verið ákærð er fyrir hryðjuverk í Sýrlandi af norskum yfirvöldum hefur í yfirheyrslu skýrt frá því hvernig drengur sem er frá bænum Bæring í Noregi dó eftir að hafa verið beittur ofbeldi af norskum  vígamanni ISIS sem jafnframt er af erlendum uppruna. Nú hefur lögreglan hafið rannsókn.

– Við höfum verið að reyna að afhjúpa hvað hefur komið fyrir barnið, hvort það hefur orðið fyrir einhverju glæpsamlegu og hvort einhver geti verið ábyrgur fyrir þessu, segir Tina Bjarkø Helleland lögreglumaður við NRK.

Hún er yfirmaður ákærusviðs vegna morða og kynferðisbrota í umdæmi lögreglunnar í Osló.

Barnið sem var árs gamalt var flutt til hryðjuverkahópsins ISIS af móður sinni Aisha Shazadi Kausar í ágúst 2014. Drengurinn lést í nóvember sama ár. Hann var þá 18 mánaða.

Í ár heyrði norska lögreglan í fyrsta skipti skýringar á því hvernig að dauði barnsins hafi átt sér stað. Það gerðist þegar önnur ISIS kona, sem bjó með Kausar í Sýrlandi, upplýsti lögregluna um það.

Norskur stríðsmaður af erlendum uppruna grunaður

Í yfirheyrslu sagði konan sem ákærð var fyrir hryðjuverkastarfsemi og er 30 ára, að norskur, karlkyns bardagamaður af erlendum uppruna hafi beitt eins árs gamalt barnið ofbeldi. Þetta fullyrtu nokkrar heimildir NRK í ágúst.

Konan, sem var flutt til Noregs í janúar, hefur sagt að meðlimur ISIS hafi barið barnið ítrekað með höggum af mismunandi styrk. Hún telur að norski vígamaðurinn hafi valdið dauða barnsins.

Maðurinn hefur nú fengið stöðu grunaðs í málinu.

– Hvaða afleiðingar hefur það fyrir málið að hinn grunaði er talinn látinn? (en það er ekki staðfest).

– Það er of snemmt núna að geta sér til um niðurstöðu málsins, segir talsmaður lögreglunnar.

John Christian Elden var lögmaður vígamannsins þegar hann á að hafa látist. Hann hefur áður sagt NRK að hann hafi aldrei talað við skjólstæðing sinn um atvikið.

Skoðar hvort hægt sé að draga aðra til ábyrgðar

Móðir barnsins Aisha Kausar og vígamaðurinn bjuggu í sama húsi.

Hinn þrítuga kona sem ákærð er fyrir hryðjuverk hefur skýrt frá því að hún hafi ítrekað heyrt að barnið hafi verið lamið af manninum.

– Er lögreglan að rannsaka hvort einhver hafi haft tækifæri til að stöðva ofbeldið gegn barninu?

– Já, við munum kanna hvort einhver geti verið ábyrgur fyrir þessum barsmíðum, svarar Helleland.

Mun rannsaka á alþjóðavettvangi

Móðir barnsins, Aisha Shazadi Kausar, er í haldi í Roj búðunum í norðausturhluta Sýrlands.

Lögreglan mun ekki svara því hvort það skipti máli fyrir rannsókn málsin að ferðast til Sýrlands til að yfirheyra Kausar.

– Við höfum undirbúið áætlun fyrir rannsóknina. Við munum fyrst og fremst rannsaka í Noregi en einnig skoða möguleika á að fá upplýsingar með alþjóðlegri rannsókn, segir Helleland.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR