Eignir lífeyrissjóða um 5 þúsund milljarðar króna

Samkvæmt greininu Íslandsbanka gæti verið erfiðara fyrir lífeyrissjóðina að ávaxta eignir sínar á næstu árum. Eignir sjóðanna nema nú um 5 þúsund milljörðum sem telst vera um 167% af vergri landsframleiðslu Íslands og jukust eignir sjóðanna um 700 milljarða sem telst vera um 17% vöxtur á árinu samkvæmt greininu bankans. 

Ávöxtun gekk vel 2019

Síðasta ár var lífeyrissjóðunum í hag því innlend og erlend hlutabréf hækkuðu verulega í verði og skuldabréfamarkaðurinn var líka hagfelldur.

Áætlar greiningadeildin að raunávöxtun eigna íslenskar lífeyrissjóða hafi verið um 12% á árinu 2019 og hefur raunávöxtunin þá aldrei verið betri. Tekið er sem dæmi að árin 2010 – 2018 hafi raunávöxtun sjóðanna verið að meðaltali 4,4%. Miðað við þetta hefur raunávöxtun 2019 verið um 5% ár ári sem er vel yfir 3,5% viðmiðinu sem lífeyrissjóðum er gert að stefna að skv. lögum. Þá er bein eða óbein erlend hlutabréfaeign um 2/3 af heildareignum sjóðanna. Innlend og erlend hlutabréfaeign eru um 44% af heildareignum.

Flest íbúðalán fjármögnuð af lífeyrissjóðunum

Stærstur hluti fjármuna lífeyrissjóðanna eru notaðir til að fjármagna íbúðalán Íslendinga og nemur sú fjármögnun um 29% af heildareignum sjóðanna og þar af um 670 milljarðar króna í formi skuldabréfa Íbúðalánasjóðs.

Erfiðara að ávaxta á næstu mánuðum og árum?

Vegna vaxtalækkanna hérlendis sem erlendis er ekki búist við að næstu ár verði jafn drjúg í ávöxtun og verið hefur. Í loka orðum greiningardeildarinnar segir höfundur hennar, Jón Bjarki Bentsson: „Öflugt lífeyriskerfi er ein af þeim stoðum sem við höfum oft bent á að eigi eftir að reynast okkur drjúg búbót á komandi áratugum. Þó er ólíklegt að annar eins áratugur og nú er að baki sé í kortunum hvað ávöxtun varðar. Vextir hafa lækkað verulega hérlendis sem erlendis og erlendir hlutabréfamarkaðir eiga tæpast viðlíka verðhækkanir inni og einkennt hafa síðustu ár. Það verður því vaxandi áskorun fyrir sjóðina að viðhalda raunávöxtun í takti við 3,5% viðmiðið en að sama skapi er gleðiefni að staða þeirra sé jafn sterk og raun ber vitni um þessar mundir.“

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR