Dönsk yfirvöld reyna að róa almenning: Þetta verður ekki að faraldri hér

Á blaðamannafundi sem boðað var til af dönskum yfirvöldum nú fyrir stundu reyndu embættismenn heilbrigðismála að tóna niður þær áhyggjur sem danskur almenningur hefur af fréttum um að kórónaveiran sé komin til Danmerkur. 

Dauðsföll af völdum veirunnar voru sett í samhengi við mannfjöldann í Kína og fullyrt að í raun væri veiran ekki alvarlegri en svo að hún jafnaðist á við slæma inflúensu. Jafnfram var staðhæft að ekki yrði um faraldur að ræða í Danmörku, það væri að minnsta kosti mat læknayfirvalda.

Níu í einangrun í Árósum

12 einstaklingar hafa gefið sig fram í Árósum vegna ótta við smit og hafa þrír þegar fengið niðurstöðu um að þeir séu ekki smitaðir en níu hafa verið settir í einangrun meðan beðið er niðurstaðna. 

Það kom fram að veiran væri alls ekki eins smitandi og til dæmis mislingar og því ætti fólk ekki að hafa miklar áhyggjur þó að allir ættu að fara varlega í umgengni við aðra. Fundurinn hefur verið í beinni á dr.dk.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR