Danski herinn sendur á minkabændur

Íhaldsmenn hafa óskað eftir því að  Trine Bramsen varnarmálaráðherra Danmerkur hafi samráð við þingið í minkamálinu, eftir því sem danskir fjölmiðlar greina frá í dag. Sérstaklega vilja þeir fá upplýsingar um þátt danska hersins í málinu.

Talsmaður flokks íhaldsmanna á danska þinginu bendir á að hermenn hafi til dæmis verið sendir út á minkabúin þegar minkaræktendur þurftu að slátra öllum minknum sínum vegna kóróna stökkbreytinga í mink.

Flokkur íhaldsmanna gagnrýnir einnig þá staðreynd að herinn hafi verið sendur á minkaræktendur nokkrum dögum eftir að ljóst var að skortur væri á lagaheimild til að drepa alla minka.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR